Ísland mætir Wales í Þjóðadeild UEFA annað kvöld en liðið gat ekki æft á keppnisvellinum í dag. Venja er að lið fái að taka síðustu æfingu sína fyrir leiki á keppnisvellinum en að þessu sinni var íslenska liðið beðið að hlífa vellinum og æfði því á æfingavelli þar í nágrenninu.
„Það er ekki hægt að segja að ásandið sé slæmt en þeir voru með varúðarráðstafanir og vildu ekki að við æfðum á honum í dag," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net fyrir æfinguna í morgun.
„Það skiptir engu þannig máli. Það er alltaf klukkutíma æfing daginn fyrir leik á velli en það er aðeins meira frjálsræði hérna og skiptir okkur ekki höfuðmáli. Það er ekki þettta klukkustress hér sem fylgir því að æfa á keppnisvellinum. Það er þægilegra, þetta er flottur æfingavöllur og allt í fínu lagi."
29.11.23 13:04
Ísland beðið um að æfa ekki á keppnisvellinum
Athugasemdir