Ingibjörg handsamar boltann á æfingu í morgun. Fleiri myndir sem Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir tók af töktum hennar má sjá neðar í fréttinni.
Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands og Valerenga í Noregi sýndi nýja óvænta hæfileika á æfingu íslenska landsliðsins í Cardiff í Wales í morgun.
Íslenska liðið tók lokaæfingu sína fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni annað kvöld í morgun. Æft var á æfingavelli rétt hjá keppnisvellinum Cardiff City Stadium.
Íslenska liðið tók lokaæfingu sína fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni annað kvöld í morgun. Æft var á æfingavelli rétt hjá keppnisvellinum Cardiff City Stadium.
Áður en farið var í fulla alvöru á æfingunni fékk Ingibjörg að æfa sig í marki. Það er gott að vita að hún getur leyst hlutverkið vel en líklega þurfum við ekki að búast við að hún þurfi að hjálpa okkur á morgun sem markvörður.
Fyrir eru í hópnum þrír markverðir sem allar hafa mun meiri reynslu en hún. Telma Ívarsdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir og Guðný Geirsdóttir.
Athugasemdir