Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   þri 28. nóvember 2023 16:19
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég býst við mjög jöfnum leik eins og á Laugardalsvelli," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands á æfingu liðsins í Cardiff í dag.

Ísland mætir heimakonum í Wales á Cardiff City Stadium á föstudaginn en leikurinn er íslenska liðinu mjög mikilvægur, því eitt stig tryggir sæti í umspili um að halda sætinu í A-deild Þjóðardeildarinnar. Liðin mættust á Laugardalsvell í september og þá vann Ísland 1-0 sigur.

„Þær eru með marga góða leikmenn sem spila í toppdeildum, flestar á Englandi, svo þetta verður hörkuleikur. Ég vonast til að við getum verið meira með boltann en síðast á móti þeim," sagði Ingibjörg.

Nokkur umræða skapaðist eftir fyrri leikinn þar sem fólk heima var vonsvikið með spilamennsku íslenska liðsins þrátt fyrir sigur.

„Já, það eru góðar ástæður. Við erum ekki að halda nógu vel í boltann og ekki að skapa nógu mikið af færum," sagði Ingibjörg.

„Þá skil ég alveg að fólk sé vonsvikið en við vorum sterkar varnarlega í þeim leik og náðum að halda þeim á núllinu. Maður veit aldrei hvort við hefðum sótt meira ef við hefðum ekki skorað þetta mark gegn þeim en við viljum samt ná betri frammistöðu."

Eftir tvo leiki heima gegn Þýskalandi og Danmörku, sem töpuðust báðir, þótti frammistaða íslenska liðsins hafa tekið nokkrum framförum. Hvað gerðist þarna á milli?

„Við fórum yfir ákveðna hluti og slepptum tökunum og ákváðum að þora og spila bara okkar bolta. Það tekur tíma þegar við erum með ungt lið, það eru margar hættar og margar nýjar komnar inn. Það tekur tíma að púsla þessu saman og fá leikmenn til að líða vel inni á vellnum."

Nánar er rætt við Ingibjörgu í spilaranum að ofan en þar ræðir hún meðal annars um ástandið í heimabæ sínum, Grindavík. Í byrjun viðtalsins má heyra jólatónlist spilaða hátt á æfingasvæðinu.

,Það er jólastemmning og jólatónlist í botni. Ég er ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn af þessu," sagði Ingibjörg og vísaði í Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrirliða íslenska liðsins.
Athugasemdir
banner