Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 28. nóvember 2023 16:19
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég býst við mjög jöfnum leik eins og á Laugardalsvelli," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands á æfingu liðsins í Cardiff í dag.

Ísland mætir heimakonum í Wales á Cardiff City Stadium á föstudaginn en leikurinn er íslenska liðinu mjög mikilvægur, því eitt stig tryggir sæti í umspili um að halda sætinu í A-deild Þjóðardeildarinnar. Liðin mættust á Laugardalsvell í september og þá vann Ísland 1-0 sigur.

„Þær eru með marga góða leikmenn sem spila í toppdeildum, flestar á Englandi, svo þetta verður hörkuleikur. Ég vonast til að við getum verið meira með boltann en síðast á móti þeim," sagði Ingibjörg.

Nokkur umræða skapaðist eftir fyrri leikinn þar sem fólk heima var vonsvikið með spilamennsku íslenska liðsins þrátt fyrir sigur.

„Já, það eru góðar ástæður. Við erum ekki að halda nógu vel í boltann og ekki að skapa nógu mikið af færum," sagði Ingibjörg.

„Þá skil ég alveg að fólk sé vonsvikið en við vorum sterkar varnarlega í þeim leik og náðum að halda þeim á núllinu. Maður veit aldrei hvort við hefðum sótt meira ef við hefðum ekki skorað þetta mark gegn þeim en við viljum samt ná betri frammistöðu."

Eftir tvo leiki heima gegn Þýskalandi og Danmörku, sem töpuðust báðir, þótti frammistaða íslenska liðsins hafa tekið nokkrum framförum. Hvað gerðist þarna á milli?

„Við fórum yfir ákveðna hluti og slepptum tökunum og ákváðum að þora og spila bara okkar bolta. Það tekur tíma þegar við erum með ungt lið, það eru margar hættar og margar nýjar komnar inn. Það tekur tíma að púsla þessu saman og fá leikmenn til að líða vel inni á vellnum."

Nánar er rætt við Ingibjörgu í spilaranum að ofan en þar ræðir hún meðal annars um ástandið í heimabæ sínum, Grindavík. Í byrjun viðtalsins má heyra jólatónlist spilaða hátt á æfingasvæðinu.

,Það er jólastemmning og jólatónlist í botni. Ég er ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn af þessu," sagði Ingibjörg og vísaði í Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrirliða íslenska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner