Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 28. nóvember 2023 16:19
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Ingibjörg á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég býst við mjög jöfnum leik eins og á Laugardalsvelli," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands á æfingu liðsins í Cardiff í dag.

Ísland mætir heimakonum í Wales á Cardiff City Stadium á föstudaginn en leikurinn er íslenska liðinu mjög mikilvægur, því eitt stig tryggir sæti í umspili um að halda sætinu í A-deild Þjóðardeildarinnar. Liðin mættust á Laugardalsvell í september og þá vann Ísland 1-0 sigur.

„Þær eru með marga góða leikmenn sem spila í toppdeildum, flestar á Englandi, svo þetta verður hörkuleikur. Ég vonast til að við getum verið meira með boltann en síðast á móti þeim," sagði Ingibjörg.

Nokkur umræða skapaðist eftir fyrri leikinn þar sem fólk heima var vonsvikið með spilamennsku íslenska liðsins þrátt fyrir sigur.

„Já, það eru góðar ástæður. Við erum ekki að halda nógu vel í boltann og ekki að skapa nógu mikið af færum," sagði Ingibjörg.

„Þá skil ég alveg að fólk sé vonsvikið en við vorum sterkar varnarlega í þeim leik og náðum að halda þeim á núllinu. Maður veit aldrei hvort við hefðum sótt meira ef við hefðum ekki skorað þetta mark gegn þeim en við viljum samt ná betri frammistöðu."

Eftir tvo leiki heima gegn Þýskalandi og Danmörku, sem töpuðust báðir, þótti frammistaða íslenska liðsins hafa tekið nokkrum framförum. Hvað gerðist þarna á milli?

„Við fórum yfir ákveðna hluti og slepptum tökunum og ákváðum að þora og spila bara okkar bolta. Það tekur tíma þegar við erum með ungt lið, það eru margar hættar og margar nýjar komnar inn. Það tekur tíma að púsla þessu saman og fá leikmenn til að líða vel inni á vellnum."

Nánar er rætt við Ingibjörgu í spilaranum að ofan en þar ræðir hún meðal annars um ástandið í heimabæ sínum, Grindavík. Í byrjun viðtalsins má heyra jólatónlist spilaða hátt á æfingasvæðinu.

,Það er jólastemmning og jólatónlist í botni. Ég er ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn af þessu," sagði Ingibjörg og vísaði í Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrirliða íslenska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner