Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 30. nóvember 2023 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sædís heimsótti Chelsea: Fimm klukkutímar á æfingu og þetta er lífið þeirra
Sædís á æfingu Íslands í gærmorgun.
Sædís á æfingu Íslands í gærmorgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var virkilega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og sjá hvernig þær vinna og gera hlutina. Það er mjög góð reynsla fyrir mig," sagði landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net í gær en hún æfði á dögunum hjá ensku meisturunum í Chelsea við atvinnumannaaðstæður.

Sædís Rún sem leikur með Stjörnunni hefur unnið sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins og ræddi við Fótbolta.net í Cardiff í Wales í gær.

Þar æfir Ísland fyrir leikinn mikilvæga við heimakonur í Þjóðadeild UEFA á föstudagskvöldið. Aðspurð frekar út í Chelsea sagði hún.

„Þetta er mjög stórt félag og eru svolítið með allt. Þær byrja á að mæta saman í morgunmat, fara svo í líkamsræktarsalinn og svo á æfingu. Það eru fimm klukkutímar á æfingu, þær gera þetta allan daginn og þetta er bara lífið þeirra."

Þær eru fullir atvinnumenn, er það ekki líf sem þig langar til að lifa?

„Jú það er svolítið draumurinn."

Heldurðu að þú sért að fara þangað?

„Nei, ég efa það eins og staðan er í dag að ég fari þangað."'

   02.11.23 11:28
Sædís Rún á reynslu hjá Englandsmeisturum Chelsea


Þú varst líka búin að skoða Valerenga í Noregi eitthvað?

„Já ég fékk að fara þangað og halda mér í standi fyrir þennan glugga og líka til að skoða hvernig hlutirnir eru þar."

Hvernig var þar?
„Mjög fínt, Ingibjörg (Sigurðardóttir landsliðskona) er þarna og það hjálpaði svolítið því tungumálið er svolítið erfitt. Mér líst mjög vel á það og það leit mjög vel út."

Ertu ákveðin í að spila í útlöndum á næsta tímabili?

„Ég er svolítið að skoða möguleika og er ekki búin að útiloka að taka eitt tímabil í viðbót heima, en ég stefni á að fara út."

Ef þú verður áfram heima er það þá bara Stjarnan?
„Já, ég held það en ég stefni á að fara út. Sem stendur veit ég bara ekki alveg og það kemur bara í ljós fljótlega hvað ég ætla að gera með mín mál."

Þú hljómar spennt?

„Já, þetta er mjög skemmtilegt og skemmtilegt að skoða og fá tækifæri til að fá mismunandi reynslu frá mismunandi félögum."
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner