Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 29. nóvember 2023 15:15
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég bjóst ekki alveg við að fá byrjunarliðssætið í síðasta glugga en er virkilega þakkklát og stolt af því," sagði landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net í dag en hún hefur byrjað síðustu leiki landsliðsins í vinstri bakvarðarstöðunni og virðist vera að festa sér sætið.

„Það er auðvitað mikil samkeppni hérna og fullt af frábærum leikmönnum," bætti hún við.

Ísland mætir Wales í Þjóðadeild UEFA á Cardiff City leikvanginum klukkan 19:15 á föstudagskvöldið.

„Hópurinn er rosalega góður og við höfum verið að taka skref í rétta átt í hverjum glugga og planið er að halda því áfram," sagði Sædís.

„Leikurinn verður erfiður og við verðum að sýna okkar rétta andlit og fyrst og fremst vinna baráttuna og halda í okkar gildi."

Búast má við að bæði lið muni spila fast í leiknum og harka og barátta einkenni leikinn. Sædís er klár í það.

„Já já, maður er alltaf til í það og hef ekkert á móti því," sagði hún.

Ísland þarf stig úr leiknum til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sædís efast ekkert um að ná því.

„Við erum ekki komnar hingað til að biða og sjá heldur ætlum við að framkvæma og ætlum okkur þrjú stig," sagði hún að lokum.
Athugasemdir
banner