Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
   mið 29. nóvember 2023 15:15
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég bjóst ekki alveg við að fá byrjunarliðssætið í síðasta glugga en er virkilega þakkklát og stolt af því," sagði landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net í dag en hún hefur byrjað síðustu leiki landsliðsins í vinstri bakvarðarstöðunni og virðist vera að festa sér sætið.

„Það er auðvitað mikil samkeppni hérna og fullt af frábærum leikmönnum," bætti hún við.

Ísland mætir Wales í Þjóðadeild UEFA á Cardiff City leikvanginum klukkan 19:15 á föstudagskvöldið.

„Hópurinn er rosalega góður og við höfum verið að taka skref í rétta átt í hverjum glugga og planið er að halda því áfram," sagði Sædís.

„Leikurinn verður erfiður og við verðum að sýna okkar rétta andlit og fyrst og fremst vinna baráttuna og halda í okkar gildi."

Búast má við að bæði lið muni spila fast í leiknum og harka og barátta einkenni leikinn. Sædís er klár í það.

„Já já, maður er alltaf til í það og hef ekkert á móti því," sagði hún.

Ísland þarf stig úr leiknum til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sædís efast ekkert um að ná því.

„Við erum ekki komnar hingað til að biða og sjá heldur ætlum við að framkvæma og ætlum okkur þrjú stig," sagði hún að lokum.
Athugasemdir