Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 14:58
Elvar Geir Magnússon
Sambandsdeildin: Gísli jafnaði og fékk rautt í tapi Blika
Blikar eru enn stigalausir.
Blikar eru enn stigalausir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dan Biton fagnar marki sínu.
Dan Biton fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik 1 - 2 Maccabi Tel Aviv
0-1 Dan Biton ('35 )
1-1 Gísli Eyjólfsson ('61 )
1-2 Eran Zahavi ('82 )
Rautt spjald: Gísli Eyjólfsson, Breiðablik ('94)
Lestu um leikinn

Breiðablik og Maccabi Tel Aviv mættust í Sambandsdeildinni í leik sem var að ljúka á Kópavogsvellinum. Maccabi vann 2-1 útisigur.

Gestirnir leiddu í hálfleik með marki Dan Biton sem átti skot að marki sem Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks sá ekki vegna sólarinnar.

„Þetta er skot sem Anton Ari á að verja og hann veit það," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í textalýsingu frá leiknum. Biton fagnaði með því að ná í ísraelska fánann á bekkinn og fékk fyrir það gult spjald.

Maccabi skoraði annað mark í seinni hálfleik sem dæmt var réttilega af eftir VAR skoðun. Boltinn fór í hendi leikmannsins áður en hann kom honum í netið.

Á 61. mínútu jafnaði Gísli Eyjólfsson fyrir Breiðablik, eftir frábæra spilamennsku. Gísli var gríðarlega yfirvegaður í færinu, fór framhjá markverðinum og skoraði.

Sigurmark Maccabi kom á 82. mínútu þegar Zahavi skoraði með skoti fyrir utan teig. Í uppbótartímanum fékk Gísli sitt annað gula spjald og þar með rautt. Nokkrum sekúndum seinna var flautað til leiksloka.

Með sigrinum þá er Maccabi komið með tólf stig á toppnum, Gent er með tíu stig en Belgarnir mæta Zorya Luhansk seinna í dag.

Blikar eru stigalausir á botni riðilsins og eiga einn leik eftir en það er útileikur gegn Zorya Luhansk sem fram fer á hlutlausum velli í Póllandi eftir tvær vikur. Gísli tekur út leikbann í þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner