Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 30. nóvember 2023 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að skila frábærri frammistöðu. Það er svekkjandi að landa ekki góðum úrslitum," sagði Viktor Örn Margeirsson, varnarmaður Breiðabliks, eftir 1-2 tap gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Þetta er vissulega sama tuggan, en við erum stoltir af okkar frammistöðu í þessum riðli fyrir utan leikinn á móti Gent úti. Þetta er bara mjög svekkjandi."

Breiðablik spilaði á löngum köflum mjög vel í þessum leik og heilt yfir voru þeir sterkari aðilinn. Viktor var ánægður að hafa fengið að spila þennan leik á Kópavogsvelli en liðið hefur spilað fyrstu tvo leiki sína á Laugardalsvelli. Blikar fengu undanþágu til að spila þennan leik í Kópavogi út af vallaraðstæðum í Laugardalnum.

„Okkur líður frábærlega vel hérna. Ef við værum búnir að spila alla leiki hérna, þá værum við með fleiri stig," segir Viktor.

„Það gefur okkur ótrúlega mikið og félaginu (að spila á Kópavogsvelli). Ég vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ gera þetta með alvöru 'standard' og setja fullan kraft í það að gera þennan völl að alvöru vígi og hafa alla staðla sem til þarf svo hægt sé að spila hér á þessu stigi. Við erum komnir þangað. Við viljum setja rána hátt. Við ætlum að gera meira. Bæjarfélagið og félagið þurfa að fylgja með. Maður finnur að það er vilji, allavega innan félagsins."

Breiðablik hefur átt flotta leiki en liðið er enn án stiga í keppninni. Síðasti leikurinn er útileikur gegn Zorya.

„Við ætlum að fara þarna til að taka þrjú stig. Við höfum mætt í alla leiki til að taka stig og gera einhverja hluti. Við leggjum fyrst og fremst áhersluna á frammistöðuna og hún ætti alla jafna að skila okkur úrslitum. Við áttum góðan leik í dag en fáum ekki úrslitin. Við ætlum þarna út og ætlum að ná okkur í þrjú stig með frábærri frammistöðu," sagði Viktor að lokum.
Athugasemdir
banner