Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 30. nóvember 2023 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að skila frábærri frammistöðu. Það er svekkjandi að landa ekki góðum úrslitum," sagði Viktor Örn Margeirsson, varnarmaður Breiðabliks, eftir 1-2 tap gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Þetta er vissulega sama tuggan, en við erum stoltir af okkar frammistöðu í þessum riðli fyrir utan leikinn á móti Gent úti. Þetta er bara mjög svekkjandi."

Breiðablik spilaði á löngum köflum mjög vel í þessum leik og heilt yfir voru þeir sterkari aðilinn. Viktor var ánægður að hafa fengið að spila þennan leik á Kópavogsvelli en liðið hefur spilað fyrstu tvo leiki sína á Laugardalsvelli. Blikar fengu undanþágu til að spila þennan leik í Kópavogi út af vallaraðstæðum í Laugardalnum.

„Okkur líður frábærlega vel hérna. Ef við værum búnir að spila alla leiki hérna, þá værum við með fleiri stig," segir Viktor.

„Það gefur okkur ótrúlega mikið og félaginu (að spila á Kópavogsvelli). Ég vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ gera þetta með alvöru 'standard' og setja fullan kraft í það að gera þennan völl að alvöru vígi og hafa alla staðla sem til þarf svo hægt sé að spila hér á þessu stigi. Við erum komnir þangað. Við viljum setja rána hátt. Við ætlum að gera meira. Bæjarfélagið og félagið þurfa að fylgja með. Maður finnur að það er vilji, allavega innan félagsins."

Breiðablik hefur átt flotta leiki en liðið er enn án stiga í keppninni. Síðasti leikurinn er útileikur gegn Zorya.

„Við ætlum að fara þarna til að taka þrjú stig. Við höfum mætt í alla leiki til að taka stig og gera einhverja hluti. Við leggjum fyrst og fremst áhersluna á frammistöðuna og hún ætti alla jafna að skila okkur úrslitum. Við áttum góðan leik í dag en fáum ekki úrslitin. Við ætlum þarna út og ætlum að ná okkur í þrjú stig með frábærri frammistöðu," sagði Viktor að lokum.
Athugasemdir
banner