Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 30. nóvember 2023 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að skila frábærri frammistöðu. Það er svekkjandi að landa ekki góðum úrslitum," sagði Viktor Örn Margeirsson, varnarmaður Breiðabliks, eftir 1-2 tap gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Þetta er vissulega sama tuggan, en við erum stoltir af okkar frammistöðu í þessum riðli fyrir utan leikinn á móti Gent úti. Þetta er bara mjög svekkjandi."

Breiðablik spilaði á löngum köflum mjög vel í þessum leik og heilt yfir voru þeir sterkari aðilinn. Viktor var ánægður að hafa fengið að spila þennan leik á Kópavogsvelli en liðið hefur spilað fyrstu tvo leiki sína á Laugardalsvelli. Blikar fengu undanþágu til að spila þennan leik í Kópavogi út af vallaraðstæðum í Laugardalnum.

„Okkur líður frábærlega vel hérna. Ef við værum búnir að spila alla leiki hérna, þá værum við með fleiri stig," segir Viktor.

„Það gefur okkur ótrúlega mikið og félaginu (að spila á Kópavogsvelli). Ég vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ gera þetta með alvöru 'standard' og setja fullan kraft í það að gera þennan völl að alvöru vígi og hafa alla staðla sem til þarf svo hægt sé að spila hér á þessu stigi. Við erum komnir þangað. Við viljum setja rána hátt. Við ætlum að gera meira. Bæjarfélagið og félagið þurfa að fylgja með. Maður finnur að það er vilji, allavega innan félagsins."

Breiðablik hefur átt flotta leiki en liðið er enn án stiga í keppninni. Síðasti leikurinn er útileikur gegn Zorya.

„Við ætlum að fara þarna til að taka þrjú stig. Við höfum mætt í alla leiki til að taka stig og gera einhverja hluti. Við leggjum fyrst og fremst áhersluna á frammistöðuna og hún ætti alla jafna að skila okkur úrslitum. Við áttum góðan leik í dag en fáum ekki úrslitin. Við ætlum þarna út og ætlum að ná okkur í þrjú stig með frábærri frammistöðu," sagði Viktor að lokum.
Athugasemdir
banner