Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
   lau 30. nóvember 2024 22:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjólfur hafði betur í Íslendingaslag
Brynjólfur Willumsson
Brynjólfur Willumsson
Mynd: Getty Images

Groningen fékk Willem II í heimsókn í efstu deild í Hollandi í kvöld. Brynjólfur Willumsson byrjaði á bekknum hjá Groningen og Rúnar Þór Sigurgeirsson byrjaði á bekknum hjá Willem II.


Groningen var með 1-0 forystu í hálfleik og Stije Resink innsiglaði 2-0 sigur liðsins eftir klukkutíma leik. Íslendingarnir fengu ekki mikinn tíma til að spreyta sig en Rúnar spilaði síðasta stundafjórðunginn og Willum kom inn á lokamínútum leiksins.

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn í 1-0 sigri NAC Breda gegn Almere City. Elías kom boltanum í netið þegar staðan var orðin 1-0 en markið var dæmt af þar sem hann tók boltann með hendinni.

Breda er með 19 stig í 7. sæti eftir 14 umferðir, Willem II í 11. sæti með 16 stig og Groningen í 13. sæti með 15 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson er á meiðslalistanum hjá þýska liðinu Preussen Munster en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Darmstadt í næst efstu deild í kvöld. Liðið er í 16. sæti með 12 stig eftir 14 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner