Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 30. nóvember 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Hürzeler: Verðskulduðum ekki meira út úr leiknum
Mynd: Getty Images
Fabian Hürzeler, stjóri Brighton á Englandi, segir að liðið hafi ekki verðskuldað meira en jafntefli er liðið fékk nýliða Southampton í heimsókn í gær.

Brighton hefur átt frábært tímabil til þess en tapaði óvænt stigum á heimavelli sínum í gær.

Heimamenn tóku forystuna en Southampton kom til baka, jafnaði og þá var umdeilt mark tekið af liðinu snemma í síðari hálfleiknum.

Hürzeler segir að liðið hafi einfaldlega ekki verðskuldað meira en stig úr viðureigninni.

„Þetta var ekki okkar besti leikur ef við tölum um ákefð, pressu, hvernig við vorum án bolta og hvernig við nýttum færin. Við verðskulduðum ekki meira en jafntefli,“ sagði Hürzeler.

„Við eigum að vera vonsviknir því við vildum virkilega vinna á heimavelli, gefa stuðningsmönnum annan sigur, en við gátum það ekki. Það er hluti af ferlinu að halda áfram á sömu braut og vinna þessa leiki.

Hürzeler fékk að líta gula spjaldið í fyrri hálfleiknum og er því kominn í eins leiks bann, en hann segist ekki hafa sagt neitt óviðeigandi við dómarann.

„Ég veit það ekki. Ég sagði ekki neitt. Maður verður að passa sig þegar það kemur að spurningum,“ sagði Hürzeler, sem vildi þá meina að hann hafi einfaldlega spurt dómarann að einhverju og fengið áminningu í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner