Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
   lau 30. nóvember 2024 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lærisveinar Gerrard steinlágu - Benzema frábær
Mynd: EPA

Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq steinlágu gegn Al Ittihad í Ofurdeildinni í Sádí-Arabíu í dag.


N'Golo Kante, Karim Benzema, Hassem Aouar og Steven Bergwijn skoruðu mörk Al Ittihad í 4-0 sigri en Benzema lagði einnig upp tvö mörk og Bergwijn eitt.

Al Hilal lagði Al Shabab 2-1 en Sergej Milinkovic-Savic skoraði bæði mörk Al Hilal. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Al Hilal, var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks en Nader Al Sharari, varnarmaður Al Shabab, fékk einnig rautt spjald eftir klukkutíma leik.

Al Ittihad er á toppnum með 33 stig eftir 12 umferðir, Al Hilal í 2. sæti með 31 stig en Al Ettifaq er í 13. sæti með 12 stig en síðasti deildarsigur liðsins kom þann 14. september.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner