Á föstudaginn greindum við frá því að Valur væri að reyna að kaupa Oliver Heiðarsson, sóknarleikmann ÍBV, og hefði gert tilboð í leikmanninn.
Valur er ekki eina liðið sem er að reyna að fá Oliver en KA hefur einnig lagt fram stórt tilboð í hann samkvæmt heimildum Fótbolta.net. KA varð bikarmeistari í sumar en hefur misst öfluga leikmenn eftir tímabilið.
Valur er ekki eina liðið sem er að reyna að fá Oliver en KA hefur einnig lagt fram stórt tilboð í hann samkvæmt heimildum Fótbolta.net. KA varð bikarmeistari í sumar en hefur misst öfluga leikmenn eftir tímabilið.
Oliver á eitt ár eftir af samningi sínum við Eyjamenn og spurning hvort þeir freistist til að selja hann á þessum tímapunkti.
Oliver var valinn besti leikmaður Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Þessi 23 ára leikmaður endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fjórtán mörk og hjálpaði ÍBV upp í Bestu deildina.
Athugasemdir