Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Neyðist Juventus til að selja Ronaldo?
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að fjárhagsvandamálin sem fylgja kórónaveirunni gætu neytt Juventus til að selja einn besta fótboltamann heims, Cristiano Ronaldo.

Sagt er að það stefni í að Juventus muni ekki geta staðið við launagreiðslur til Ronaldo, jafnvel eftir að boltinn byrjar að rúlla á nýjan leik.

Ronaldo hefur, eins og samherjar sínir, samþykkt tímabundna launalækkun en hann er með 500 þúsund pund í vikulaun og það gæti reynst of stór biti fyrir Juventus.

Óvíst er hvenær ítalski boltinn fer aftur af stað en líkt og fleiri fótboltafélög um allan heim er gríðarlegur tekjumissir þar sem ekkert er spilað og þá eru sjónvarpstekjur í óvissu.

Il Messagero segir að Juventus gæti verið tilbúið að selja Ronaldo fyrir 63 milljónir punda og nefnir Manchester United og Paris Saint-Germain sem félög sem eiga möguleika á að fá þennan 35 ára portúgalska leikmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner