mið 31. mars 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð spurður út í Willum: Get lítið svarað fyrir A-landsliðið
Icelandair
Willum að fylgjast með U21 landsliðinu í kvöld.
Willum að fylgjast með U21 landsliðinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli þegar A-landsliðið var tilkynnt fyrir leik gegn Liechtenstein í kvöld að Willum Þór Willumsson væri ekki í leikmannahópnum.

Willum kom upp í A-hópinn ásamt þremur öðrum úr U21 landsliðinu, þeim Jóni Degi Þorsteinssyni, Ísak Bergmanni Jóhannessyni og Sveini Aroni Guðjohnsen.

Sveinn byrjar leikinn gegn Liechtenstein en Ísak og Jón Dagur byrja á bekknum.

Það mega bara vera 12 leikmenn á bekknum og kemst Willum ekki í hópinn.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, var spurður út í þessi tíðindi eftir 2-0 tap gegn Frakklandi í lokaleik í riðlakeppni Evrópumótsins. Hann gat ekki verið með Willum í sínu liði í dag því hann var í A-hópnum.

„Menn eru kallaðir upp í A-landsliðið og svo er liðið valið þar. Ég get lítið svarað fyrir A-landsliðið. Þú ert að segja mér eitthvað sem ég vissi ekki. Ég þjálfa ekki A-landsliðið og menn þurfa bara að taka því hlutverki sem þeir eru settir í, sama hvert verkefnið er," sagði Davíð Snorri við spurningu fréttamanns Fótbolta.net.

Úr textalýsingunni:
Willum Þór Willumsson er utan hóps. Það voru leikmenn tæpir fyrir leikinn en voru á endanum leikfærir og því þarf Willum að bíta í það súra epli að vera ekki í hóp. Hér að neðan er hann að fylgjast með U21 landsliðinu.

Hægt er að fara í beina textalýsingu hérna og þar má meðal annars sjá byrjunarlið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner