Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 31. mars 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Fjallað um sjónvarpsréttinn á Íslandi hjá erlendum fjölmiðli
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vefsíða Sportcal sem fjallar um viðskiptalegu hliðina í fótboltanum birti í vikunni frétt um útboð á sjóvarpsrétti frá íslenska boltanum.

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF) sendu í síðustu viku frá sér beiðni um tillögur (Request for Proposals) vegna úthlutunar sjónvarps- og útsendingaréttinda fyrir næstu fjögur ár (2022-2025) varðandi tvær efstu deildir knattspyrnu karla og kvenna, ásamt Bikarkeppni KSÍ karla og kvenna, Meistarakeppni KSÍ og deildarbikar karla og kvenna.

Gögnin eru á ensku, en falla engu að síður undir íslensk lög. Núverandi rétthafi er Sýn. Fjölmargir innlendir og erlendir aðilar hafa óskað eftir gögnum þar að lútandi. Leitað verður síðar eftir tilboðum í svokallaðan veðmálarétt og útsendingarétt utan Íslands.

Um er ræða tímamótaverkefni þar sem aldrei fyrr frá fyrsta formlega Íslandsmótinu árið 1912 (karlar) og 1972 (konur) hefur þessi leið verið farin og í fyrsta sinn sem ÍTF sér um úthlutunina varðandi keppni efstu tveggja deilda Íslandsmótsins. Sömu sögu er að segja varðandi útsendingar frá Bikarkeppni KSÍ sem hófst 1960 hjá körlum og 1981 hjá konum. KSÍ og ÍTF ákváðu snemma í ferlinu að gera þetta sameiginlega og hafa átt í nánu og ánægjulegu samstarfi.

Frestur til að bjóða í réttinn er til 16. apríl.

Smelltu hér til að lesa frétt Sportcal

Birgir Jóhannsson frá ÍTF, var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrr í vetur þar sem hann ræddi þessi mál. Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Fótboltapólitíkin með Birgi framkvæmdastjóra ÍTF
Athugasemdir
banner
banner