mið 31. mars 2021 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gerum kröfu á að markvörðurinn okkar geri betur í þessu skoti"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands, leit ekki vel út í markinu sem Liechtenstein skoraði í 4-1 sigri Íslands í undankeppni HM 2022.

Markið kom beint úr hornspyrnu og hefði Rúnar átt að gera betur. Þetta var eina hornspyrna Liechtenstein í leiknum.

„Hann hefur mikla hæfileika þessi drengur og þetta verður ekki hans banabiti með landsliðinu. Hann á það til að missa einbeitingu; fótahreyfingin hans verður léleg í langskotum og þess háttar, og hann nær aldrei að lyfta sér upp," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á RÚV.

„Þetta er geggjað skot, þetta er 'once in a lifetime' skot en við gerum kröfu á að markvörðurinn okkar geri betur í þessu skoti."

Rúnar er 26 ára gamall og er á mála hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann er þriðji markvörður þar. Hann var í kvöld að spila sinn áttunda A-landsleik.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner