Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ómar Stefánsson (ÍA)
Mynd: ÍA
Kung Fu á eftir?
Kung Fu á eftir?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fínt að vera með Vall í liði.
Fínt að vera með Vall í liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gjörsamlega óþolandi.
Gjörsamlega óþolandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Litli bróðir efnilegur.
Litli bróðir efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stökk á Sigga Jóns til að tefja og Haukur Andri fékk rautt.
Stökk á Sigga Jóns til að tefja og Haukur Andri fékk rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klár og grimmur.
Klár og grimmur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi í ÍA?
Gylfi í ÍA?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ómar Björn gekk í raðir ÍA síðasta haust en hann kom frá uppeldisfélagi sínu Fylki. Ómar er sóknarmaður sem hefur skorað níu mörk í 61 KSÍ leik. Hann á að baki 27 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað þrjú mörk.

Hann átti frábæran leik þegar Fylkir vann öruggan sigur á ÍA, 3-0, síðasta sumar og var þá valinn leikmaður umferðarinnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ómar Björn Stefánsson

Gælunafn: var mikið kallaður OB í Fylki en annars hef ég verið kallaður Don Ómar og svo er Marmoush líka að koma sterkt inn núna hjá ÍA.

Aldur: varð 21 árs 25. mars.

Hjúskaparstaða: Er í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: spilaði minn fyrsta leik 2021 gegn KA og það eina sem mér dettur í hug er að þetta var fyrsti leikurinn undir stjórn Rúnars Páls. Skemmtilegt að fá traustið frá honum í fyrsta leiknum hans.

Uppáhalds drykkur: held það sé nú bara strangheiðarlegt vatnsglas.

Uppáhalds matsölustaður: Fer alltaf á Saffran fyrir leik en Ginger er líka algjör snilld. Annars er Albert Hafsteins líka duglegur að reyna að draga mig með sér í vængina á Kung Fu en hann er víst fastagestur þar.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: já maður er eitthvað aðeins að reyna að prófa sig áfram í þessu.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: peaky blinders eru góðir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake.

Uppáhalds hlaðvarp: Gula spjaldið og Doc eru elite.

Uppáhalds samfélagsmiðill: líklegast bara instagram.

Uppáhalds tölvuleikur: Hef mest verið að spila Fortnite upp á síðkastið.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi og doc eru yfirburða fyndnustu Íslendingarnir.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Pöntun móttekin” var að panta á Saffran.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: er þetta ekki bara gamli góði frasinn “aldrei segja aldrei”, margir sem hafa brennt sig á þessari spurningu í gegnum tíðina.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Það var ansi leiðinlegt að þurfa að elta Johannes Vall upp og niður kantinn í fyrra. Fínt að vera bara með honum í liði núna.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið mjög heppinn með þjálfara í gegnum tíðina og hafa þeir allir hjálpað mér virkilega mikið en þeir sem standa mest upp úr eru Þór Hinriks og Arnar Þór Valsson (Addó). Ævinlega þakklátur Rúnari fyrir að sýna mér traust og taka mig snemma inn í meistaraflokk. Svo er þjálfarateymið upp á Skaga líka geggjað.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ragnar Bragi. Þótt ég hafi nú ekki mætt honum í leik þá æfði ég með honum í nokkur ár og það er held ég enginn leikmaður jafn óþolandi og hann inn á vellinum. Samt algjör kóngur fyrir utan völlinn.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi, hann hefur alltaf staðið með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.

Sætasti sigurinn: 4-2 sigurinn á FH í Kaplakrikanum var mjög sætur en hann kom okkur langa leið með að halda okkur uppi í deild þeirra bestu og svo skemmdi ekki fyrir að ég skoraði og lagði upp í þessum leik.

Mestu vonbrigðin: það er svona tvennt sem kemur upp í hugann en það er að hafi fallið í sumar með Fylki og svo líka að hafa tapað bikarúrslitunum í 2. flokki á 90. mínútu, það var ansi súrt.

Uppáhalds lið í enska: United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: myndi líklegast taka Gylfa. Hann gæti þrætt nokkra bolta inn fyrir á mig og svo gæti maður pottþétt lært eitthvað smá af honum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Stefán Gísli Stefánsson er að fara eiga breakout season með Fylki í sumar.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þóroddur Víkings er ansi vinsæll meðal stelpnanna.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: No comment.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Geitin, Cristiano Ronaldo.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Finnst galið að sóknarmaður sé rangstæður þegar táin hans er inn fyrir varnarmanninn. Leyfa sóknarmanninum að njóta vafans.

Uppáhalds staður á Íslandi: Líður alltaf vel í Árbænum.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í 2. flokk Fylkis að spila við ÍA og staðan var 3-2 fyrir Fylki á 90. mínútu og ég er að hlaupa á eftir boltanum sem er á leiðinni útaf og Siggi Jóns grípur boltann og ég stekk á hann til að tefja og allt tryllist. Haukur Andri brjálast og hrindir mér niður og fékk að líta rauða spjaldið. Skemmtilegt atvik að hugsa um núna þegar maður er kominn í ÍA.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já fylgist nú eiginlega bara með flestu en hef mjög gaman af NFL.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Hef alltaf notað Mercurial síðan ég fékk að velja skó sjálfur. Pabbi lét mig alltaf spila í Adidas Copa þegar ég var lítill.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Var mjög lélegur í skólasundi.

Vandræðalegasta augnablik: Í nýliðavígslunni hjá Fylki þegar ég þurfti að biðja Rúnar Pál að giftast mér.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Aroni Snæ og Theodór Inga en þeir eru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni svo ég tæki Oliver Stefáns líka til að hafa smá vit í samræðunum.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Albert Hafsteins er ansi skemmtilegur.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Erik Tobias beint í Love Island. Sá er grimmur þegar kemur að stelpum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: er með nokkuð stóran aðdáendahóp frá Malasíu.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Erik Tobias, miklu klárari en ég hélt að hann væri.

Hverju laugstu síðast: laug að 4 ára litla brósa að ég væri ekki að fara upp á Skaga í dag. Hann er sjúkur að fara upp á Skaga að spila fótbolta.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun hjá Dean Martin geta verið aðeins of langar stundum.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi líklegast bara stama einhverri ömurlegri spurningu út úr mér ef ég sæi Ronaldo.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Allir á völlinn og áfram Skaginn!
Athugasemdir
banner
banner
banner