Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
þriðjudagur 1. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 31.mar 2025 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 6. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍA muni enda í sjötta sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍA endaði í fimmta sætinu síðasta sumar en þeir komu fólki mikið á óvart.

ÍA fagnar marki fyrir síðasta tímabil.
ÍA fagnar marki fyrir síðasta tímabil.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Tobias Sandberg var mjög góður fyrir ÍA á síðasta tímabili.
Erik Tobias Sandberg var mjög góður fyrir ÍA á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már er orðinn fyrirliði ÍA.
Rúnar Már er orðinn fyrirliði ÍA.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson og Hinrik náðu mjög vel saman á síðustu leiktíð.
Viktor Jónsson og Hinrik náðu mjög vel saman á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Andri er gríðarlega spennandi leikmaður.
Haukur Andri er gríðarlega spennandi leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Johannes Vall var stórkostlegur á síðasta tímabili. Hann er afar mikilvægur fyrir liðið.
Johannes Vall var stórkostlegur á síðasta tímabili. Hann er afar mikilvægur fyrir liðið.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Baldvin Þór Berndsen, efnilegur varnarmaður sem kom frá Fjölni.
Baldvin Þór Berndsen, efnilegur varnarmaður sem kom frá Fjölni.
Mynd/ÍA/Jón Gautur
Gísli Laxdal er kominn aftur heim eftir dvöl hjá Valsmönnum.
Gísli Laxdal er kominn aftur heim eftir dvöl hjá Valsmönnum.
Mynd/ÍA
Fyrir leik hjá ÍA á síðasta tímabili. Skagamenn komu á óvart og enduðu í efri hlutanum.
Fyrir leik hjá ÍA á síðasta tímabili. Skagamenn komu á óvart og enduðu í efri hlutanum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ÍA, 84 stig
7. FH, 62 stig
8. KA, 60 stig
9. Fram, 58 stig
10. Afturelding, 37 stig
11. Vestri, 27 stig
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: Eins og FH, sem er spáð sjöunda sæti, þá er ÍA svo sannarlega stórveldi í íslenskum fótbolta. Það er ekki langt síðan það voru gerðir þættir á RÚV um stórveldið sem ÍA er. Það er rík saga upp á Akranesi og þar eru miklar kröfur á árangur. Skagamenn hafa hins vegar verið alltof mikið jójó lið síðustu árin. Þeir hafa flakkað mikið á milli deilda og ekki verið að gera neina spes hluti ef talað er hreint út. Í fyrra komu þeir aftur á móti upp sem nýliðar og gerðu mjög flotta hluti. Þeir komu á óvart. Fólk var að spá þeim í neðri hlutanum fyrir mót en þeir voru allt sumarið að berjast í efri hlutanum og komust í efri hlutann við skiptingu. Að lokum voru þeir ekki langt frá Evrópusæti; dómaraskandall myndu örugglega margir á Akranesi segja. Núna er góður grunnur til að byggja á og taka þetta enn lengra.

Þjálfarinn: Jón Þór Hauksson er á leið inn í sitt fjórða tímabil sem aðalþjálfari Skagamanna. ÍA féll úr Bestu deildinni á hans fyrsta tímabili en hann fékk traustið áfram og kom liðinu beint upp aftur. Jón Þór er fyrrum þjálfari Vestra og íslenska kvennalandsliðsins en hann hafði þjálfað hjá ÍA í mörg ár áður en hann tók loksins við sem aðalþjálfari og þekkir hann Skagann býsna vel. Jón Þór er harður í horn að taka en hann virðist vera hárrétti maðurinn til að stýra þeirri vegferð sem er í gangi á Akranesi.

Styrkleikar: Skagamenn hafa byggt upp vel skipulagt lið síðustu árin þar sem allir vita sín hlutverk upp á tíu. Þeir voru virkilega sterkir í uppstilltum varnarleik á síðasta ári og voru með þriðja besta varnarlið deildarinnar á eftir Víkingi og Breiðabliki þegar 22 leikir voru búnir. Það voru allir að ganga í sama takt í fyrra og Jón Þór náði því besta út úr flestöllum leikmönnum liðsins. Bak við tjöldin eru menn líka að gera allt rétt og það er virkilega vel haldið utan um liðið.

Veikleikar: Breiddin er ekki sú almesta. Skagamenn hafa lánað marga sem eiga að taka næstu skref í stærri hlutverkum annars staðar. Það eru ungir strákar næstir inn og spurning hvort þeir séu tilbúnir þegar þeir fá kallið. Þeir mega ekki við meiðslum lykilmanna en ef nokkrir detta út, þá gæti þetta verið fljótt að detta niður hjá liðinu. Hinrik Harðarson og Viktor Jónsson náðu sérlega vel saman á síðasta tímabili, en Hinrik er farinn erlendis núna og Viktor þarf að mynda tengingu með öðrum leikmönnum. Það gæti tekið sinn tíma. Pressan á Skaganum er mikil og það er talað um fátt annað en fótbolta í bænum. Fyrir unga leikmenn gæti það verið erfitt og ef tímabilið byrjar illa, þá gæti það farið í hausinn á mönnum. Við höfum séð það gerast áður að ÍA komi upp, geri vel á fyrsta tímabili og svo fari allt í vaskinn á öðru tímabili.

Lykilmenn: Erik Tobias Sandberg og Rúnar Már Sigurjónsson
Erik Tobias kom fyrir síðasta tímabil og lék frábærlega í hjarta varnarinnar hjá ÍA. Hann límdi vörnina saman og var einn besti miðvörður deildarinnar. Það var ekkert ótrúlega mikið talað um hann en þeir Skagamenn sem fylgjast vel með, þeir vita hversu góður og mikilvægur hann er fyrir þetta lið. Það var mikill happafengur fyrir ÍA að framlengja við hann. Rúnar Már Sigurjónsson var mikið meiddur á síðustu leiktíð en hann hefur litið vel út að undanförnu og er kominn með fyrirliðabandið hjá Skagamönnum. Það er eins og ÍA sé að fá nýjan leikmann ef hann helst heill. Á að vera einn besti leikmaður deildarinnar. Hér er einn vert að nefna Viktor Jónsson sem á að sjá um markaskorunina.

Gaman að fylgjast með: Haukur Andri Haraldsson
Það eru einhver ótrúleg fótboltagen í þessari fjölskyldu. Haukur Andri er yngstur af bræðrunum og er gríðarlega spennandi leikmaður sem minnir mjög mikið á Hákon Arnar inn á vellinum. Hann fór með bróður sínum til Lille og var þar í unglingakademíunni, en lífið þar var erfitt og er hann kominn aftur núna upp á Skaga þar sem hann mun spila stórt hlutverk í sumar. Var frábær í leik með U21 landsliðinu á dögunum og það verður ótrúlega gaman að fylgjast með þessum duglega miðjumanni í sumar. Einn mest spennandi leikmaður Bestu deildarinnar.

Spurningamerkin: Haldast réttu mennirnir heilir? Springur Haukur Andri út? Verður Rúnar Már einn besti leikmaður deildarinnar?

Völlurinn: ELKEM völlurinn á Akranesi er einn af tveimur völlum deildarinnar sem er með náttúrulegt gras. Það er ótrúleg saga þarna og ákveðið hitamál í bænum hvort eigi að setja gervigras á völlinn eða ekki. Þarna hafa unnist Íslandsmeistaratitlar og stemningin getur verið mögnuð ef það gengur vel.

Komnir:
Gísli Laxdal Unnarsson frá Val
Baldvin Þór Berndsen frá Fjölni
Ómar Björn Stefánsson frá Fylki
Jón Sölvi Símonarson frá Breiðabliki (á láni)
Haukur Andri Haraldsson keyptur frá Lille (var á láni)

Farnir:
Hinrik Harðarson til Odd
Arnór Smárason hættur
Jón Breki Guðmundsson til Empoli
Ingi Þór Sigurðsson í Grindavík á láni
Hilmar Elís Hilmarsson til Fjölnis á láni
Arnleifur Hjörleifsson til Njarðvíkur á láni
Árni Salvar Heimisson í Grindavík á láni
Breki Þór Hermannsson í Grindavík á láni
Dino Hodzic orðinn markmannsþjálfari
Marvin Darri Steinarsson til Gróttu (var á láni frá Vestra)



Leikmannalisti:
1. Árni Marínó Einarsson
3. Johannes Bjorn Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Baldvin Þór Berndsen
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
12. Jón Sölvi Símonarson
13. Erik Tobias Sandberg
14. Hektor Bergmann Garðarsson
15. Gabríel Snær Gunnarsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson
26. Matthías Daði Gunnarsson
28. Birkir Hrafn Samúelsson
33. Arnór Valur Ágústsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Fyrstu fimm leikir ÍA:
6. apríl, Fram - ÍA (Lambhagavöllurinn)
14. apríl, Stjarnan - ÍA (Samsungvöllurinn)
23. apríl, ÍA - Vestri (ELKEM völlurinn)
27. apríl, KR - ÍA (Meistaravellir)
4. maí, ÍA - KA (ELKEM völlurinn)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner