Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mið 31. maí 2023 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Newcastle boðið að fá Joao Felix
Mynd: EPA

Newcastle hefur boðist að fá Joao Felix leikmann Atletico Madrid eftir að í ljós kom að portúgalski leikmaðurinn verði ekki áfram hjá Chelsea. Daily Mail greinir frá þessu.


Mauricio Pochettino tekur formlega við sem stjóri Chelsea á morgun en hann er sagður hafa hafnað því að gera langtíma samning við Felix.

Joao Felix gekk til liðs við Chelsea á láni frá Atletico í janúar eftir að hafa lent upp á kant við Diego Simeone stjóra Atletico.

Það virðist lítill áhugi á Felix svo það gæti endað svo að hann fari aftur á láni.


Athugasemdir
banner
banner