Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Hvernig á að verja víti frá Bruno?
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Portúgalski landsliðsmaðurinn Bruno Fernandes hefur verið magnaður frá vítapunktinum síðan hann gekk í raðir Manchester United. Hann hefur skorað úr síðustu 17 vítaspyrnum sínum.

Síðastur til að verja víti frá Bruno er Miguel Soares. Hann varði í október 2018, í bikarleik milli Sporting og Loures í Portúgal.

Í viðtali við Daily Star gefur hann markvörðum í ensku úrvalsdeildinni gott ráð ef þeir þurfa að reyna að verja víti frá Bruno.

„Bruno horfir á markvörðinn þegar hann tekur vítaspyrnu. Ég horfði á hann, ég þóttist ætla að skutla mér til vinstri en fór svo til hægri. Ég vildi að Bruno tæki ákvörðun eins seint og mögulegt var. Ég vildi ekki gera honum þetta auðvelt fyrir," segir Soares.

„Bruno mun einn daginn klúðra vítaspurnu en ég vona að það sé langt í það. Það lítur vel út fyrir mig! Þrátt fyrir að ég hafi verið andstæðingur hans þennan dag þá er ég mikill aðdáandi hans."

Á atvinnumannaferlinum hefur Bruno Fernandes tekið 28 vítaspyrnur, hann hefur skorað úr 26 af þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner