fös 31. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norwich heldur áfram að versla - Semja við Dowell (Staðfest)
Dowell fyrir miðju.
Dowell fyrir miðju.
Mynd: GettyImages
Norwich, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni nýverið, hefur verið að styrkja sig fyrir komandi átök í Championship-deildinni.

Fyrir næsta tímabil hefur félagið samið við hvorki meira né minna en sjö leikmenn nú þegar.

Bali Mumba kom frá Sunderland, Jacob Lungi Sörensen frá Esbjerg í Danmörku, hinn ungi Matthew Dennis kom frá Arsenal, Sebastian Soto kemur frá Hannover, Daniel Sinani frá Dudelange í Lúxemborg og Przemyslaw Placheta frá Slask Wroclaw í Póllandi.

Í gær varð Kieran Dowell nýjasti leikmaður Kanarífuglana. Hann kemur frá Everton á frjálsri sölu.

Dowell er miðjumaður sem var á láni hjá Derby County og Wigan á síðustu leiktíð. Hann stóð sig betur hjá Wigan en hjá Derby.

Dowell er 22 ára gamall á að baki leiki fyrir yngri landslið Englands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner