Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zorc um Sancho: Hann kostar 120 milljónir
Sancho kom upp í gegnum akademíu Watford og var fenginn yfir í akademíu Manchester City 2015, þegar hann var fimmtán ára gamall.
Sancho kom upp í gegnum akademíu Watford og var fenginn yfir í akademíu Manchester City 2015, þegar hann var fimmtán ára gamall.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið mikil umræða í kringum framtíð Jadon Sancho sem er eftirsóttur af Manchester United.

Sancho hefur gert frábæra hluti með Borussia Dortmund og vill þýska félagið ekki missa eina helsta vonarstjörnu sína á afsláttarverði.

Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, tjáði sig um málið í gær og sagði að Sancho væri ekki til sölu nema fyrir rétt verð - 120 milljónir evra.

Þá staðfesti Zorc einnig að áhugasöm félög hafa aðeins tíma til 10. ágúst til að festa kaup á ungstirninu. Þann dag hefst æfingaferð Dortmund í Sviss.

Sancho er 20 ára gamall kantmaður og hefur skorað 33 mörk í 87 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. Auk þess hefur hann lagt upp aragrúa af mörkum.
Athugasemdir
banner