Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. júlí 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Treystir Elís Rafni fullkomlega fyrir bakvarðarstöðunni
Elís Rafn Björnsson
Elís Rafn Björnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eggert Aron Guðmundsson hefur leikið undanfarna leiki í hægri bakverði í liði Stjörnunnar en hann er að leysa Óla Val Ómarsson af hólmi sem gekk til liðs við Sirius í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.


Eggert er vanur að vera í sóknarsinnaðara hlutverki. Stjarnan gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðablik í gær. Eftir leikinn var Gústi Gylfa þjálfari Stjörnunnar spurður hvort það hafi ekki verið svekkjandi að fá ekki hægri bakvörð í glugganum.

„Okkar plan í gegnum veturinn er að nota Elís Rafn, sem er búinn að vera meiddur en er kominn inn í hópinn aftur, hefur verið okkar hægri bakvörður ásamt Óla Val. Eggert hefur leyst þetta frábærlega vel, með aukinn sóknarþunga, er nátturulega að upplagi sóknarmaður, hann er búinn að leysa þetta vel," sagði Gústi.

„Við erum með góðan hóp og hlökkum til að fara í gegnum allt mótið sem eftir er."

Stjarnan kallaði þá Henrik Mána B. Hilmarsson og Örvar Loga Örvarsson úr láni frá KFG og Grindavík. Henrik er miðvörður og Örvar bakvörður.

„Við kölluðum tvo leikmenn til baka, bæði Henrik og Örvar. Þetta eru strákar sem eru fæddir árið 2003 og hafa staðið sig frábærlega með sínum liðum. Við erum mjög sáttir við þennan glugga. Þetta er bara það sem við erum að gera, okkar fókus er að vera með okkar menn og spila á ungu liði."


Gústi Gylfa: Hefði viljað hafa þennan leik á öðrum degi
Athugasemdir
banner
banner
banner