Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 31. júlí 2024 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Gaui Baldvins skoraði í fyrsta leiknum sínum í þrjú ár
Guðjón Baldvinsson í leik með KR sumarið 2021
Guðjón Baldvinsson í leik með KR sumarið 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðjón Baldvinsson snéri aftur út á fótboltavöllinn í kvöld eftir þriggja ára fjarveru þegar hann kom inn á sem varamaður í jafntefli KFG gegn Þrótti Vogum í 2. deild.


Guðjón, eða Gaui eins og hann er kallaður, er 38 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla eftir tímabilið 2021.

Hann skipti yfir í KFG á dögunum og spilaði sinn fyrsta leik í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður þegar KFG var 3-1 undir gegn Þrótti en Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn með öðru marki sínu í leiknum og Gaui gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin og tryggði sínum mönnum stig.

Martim Cardoso var hetja Hattar/Huginn þegar hann skoraði bæði mörkin í sigri á Ægi.

Haukar völtuðu yfir Kormák/Hvöt en KF og Völsungur skildu jöfn. Völsungi mistókst því að stökkva upp í 2. sæti deildarinnar í bili að minnsta kosti.

Höttur/Huginn 2 - 0 Ægir
1-0 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('48 )
2-0 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('81 )

KF 1 - 1 Völsungur
1-0 Marinó Snær Birgisson ('66 )
1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('81 )
Rautt spjald: ,Auðun Helgason, KF ('73)Vitor Vieira Thomas , KF ('90)

KFG 3 - 3 Þróttur V.
0-1 Ólafur Örn Eyjólfsson ('12 )
0-2 Eiður Baldvin Baldvinsson ('18 )
1-2 Dagur Orri Garðarsson ('59 )
1-3 Jóhannes Karl Bárðarson ('71 )
2-3 Dagur Orri Garðarsson ('80 )
3-3 Guðjón Baldvinsson ('86 )

Haukar 5 - 1 Kormákur/Hvöt
Markaskorara vantar


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 22 16 3 3 51 - 27 +24 51
2.    Völsungur 22 13 4 5 50 - 29 +21 43
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 58 - 33 +25 42
4.    Víkingur Ó. 22 12 6 4 50 - 30 +20 42
5.    KFA 22 11 2 9 52 - 46 +6 35
6.    Haukar 22 9 3 10 40 - 42 -2 30
7.    Höttur/Huginn 22 9 3 10 41 - 50 -9 30
8.    Ægir 22 6 7 9 29 - 35 -6 25
9.    KFG 22 6 5 11 38 - 43 -5 23
10.    Kormákur/Hvöt 22 5 4 13 19 - 42 -23 19
11.    KF 22 5 3 14 26 - 50 -24 18
12.    Reynir S. 22 4 3 15 28 - 55 -27 15
Athugasemdir
banner
banner
banner