Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 26. júlí 2024 19:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Baldvins í KFG (Staðfest) - „Snilld ef ég get hjálpað til"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla eftir tímabilið 2021. Hann gæti þó verið að snúa aftur á völlinn, það er allavega stefnan.

Gaui, eins og hann er oftast kallaður, hefur fengið félagaskipti í KFG og stefnir hann á að geta tekið þátt í leik liðsins á miðvikudag.

„Vinir mínir, Veigar og Andrés, eru að þjálfa liðið. Mig langar að prófa vera með, láta reyna á hnéð og sjá hvort ég geti æft," segir Gaui við Fótbolta.net.

„Það á eftir að koma í ljós hvernig skrokkurinn er. Ef ég get hjálpað það, þá er það snilld. En ef hnéð er ennþá eins og það var þegar ég hætti þá verður ekkert úr þessu. Við ákváðum allavega að prófa þetta."

„Ég er allavega mættur í KFG golfmótið, það var fyrst á dagskrá,"
segir Gaui léttur. Hann var á miðjum golfhring þegar fréttamaður heyrði í honum hljóðið.

„Við sjáum hvernig þetta þróast. Fyrsta æfing er á mánudaginn og svo er leikur á miðvikudaginn," segir Gaui. KFG á leik gegn Þrótti Vogum á heimavelli á miðvikudagskvöld.

Guðjón er 38 ára og lék sem framherji á sínum ferli. Hann lék með Stjörnunni og KR á Íslandi og lék sem atvinnumaður í Svíþjóð, Danmörku og í nokkra mánuði á Indlandi. Þá lék hann fjóra A-landsleiki.

Þess má geta að Alexander Máni, sonur Guðjóns, er leikmaður Stjörnunnar og lék sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki í maí. KFG er venslafélag Stjörnunnar.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 22 16 3 3 51 - 27 +24 51
2.    Völsungur 22 13 4 5 50 - 29 +21 43
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 58 - 33 +25 42
4.    Víkingur Ó. 22 12 6 4 50 - 30 +20 42
5.    KFA 22 11 2 9 52 - 46 +6 35
6.    Haukar 22 9 3 10 40 - 42 -2 30
7.    Höttur/Huginn 22 9 3 10 41 - 50 -9 30
8.    Ægir 22 6 7 9 29 - 35 -6 25
9.    KFG 22 6 5 11 38 - 43 -5 23
10.    Kormákur/Hvöt 22 5 4 13 19 - 42 -23 19
11.    KF 22 5 3 14 26 - 50 -24 18
12.    Reynir S. 22 4 3 15 28 - 55 -27 15
Athugasemdir
banner
banner