Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 31. júlí 2024 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Á toppnum inn í verslunarmannahelgina - „Skemmtilegra í þessari helvítis rigningu"
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eiginlega nákvæmlega eins og við teiknuðum þetta upp," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í stórleik í Bestu deildinni í kvöld.

„Ég vil hrósa stelpunum fyrir fyrri hálfleikinn. Hann var algjörlega frábær. Ég held að þetta sé einn besti leikur sem Valur hefur spilað á móti Breiðabliki."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Í seinni hálfleik var þetta annar leikur en mér fannst þetta allan tímann gott."

Valsliðið var algjörlega frábært í fyrri hálfleiknum og sigldi svo sigrinum heim í þeim seinni.

„Þetta er það sem við höfum verið að gera í undanförnum leikjum. Þetta er það sem stelpurnar eru búnar að búa til; við erum með sterkt lið og sýndum það í fyrri hálfleik sérstaklega."

Valur er núna á toppnum með þriggja stiga forskot.

„Þetta er bara einn leikur sko. Við skulum hafa það á hreinu. Blikarnir eru með gott lið og allt það, en í dag vorum við bara betri," sagði Pétur.

Valsliðið hefur misst sterka pósta að undanförnu. Má þar nefna Önnu Björk Kristjánsdóttur sem er ólétt og Amöndu Andradóttur sem fór í atvinnumennsku. En liðið er samt sem áður mjög sterkt.

„Það hafa verið mikil áföll en við erum með góða leikmenn sem eru tilbúnir í þetta líka. Ég hef enga skoðun á öðrum liðum en ég veit bara að við erum með góða breidd."

Það er gaman að taka þessi þrjú stig með inn í verslunarmannahelgina.

„Það er skemmtilegra í þessari helvítis rigningu um verslunarmannahelgina að hafa þrjú stig frekar en ekkert. Ég ætla að vera heima með konunni minni og svo ætlum við að keyra þar sem þurrt er. Ekkert að tjalda. Elta góða veðrið ef það er til einhvers staðar hérna," sagði Pétur léttur að lokum.
Athugasemdir