Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 31. júlí 2024 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Á toppnum inn í verslunarmannahelgina - „Skemmtilegra í þessari helvítis rigningu"
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eiginlega nákvæmlega eins og við teiknuðum þetta upp," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í stórleik í Bestu deildinni í kvöld.

„Ég vil hrósa stelpunum fyrir fyrri hálfleikinn. Hann var algjörlega frábær. Ég held að þetta sé einn besti leikur sem Valur hefur spilað á móti Breiðabliki."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Í seinni hálfleik var þetta annar leikur en mér fannst þetta allan tímann gott."

Valsliðið var algjörlega frábært í fyrri hálfleiknum og sigldi svo sigrinum heim í þeim seinni.

„Þetta er það sem við höfum verið að gera í undanförnum leikjum. Þetta er það sem stelpurnar eru búnar að búa til; við erum með sterkt lið og sýndum það í fyrri hálfleik sérstaklega."

Valur er núna á toppnum með þriggja stiga forskot.

„Þetta er bara einn leikur sko. Við skulum hafa það á hreinu. Blikarnir eru með gott lið og allt það, en í dag vorum við bara betri," sagði Pétur.

Valsliðið hefur misst sterka pósta að undanförnu. Má þar nefna Önnu Björk Kristjánsdóttur sem er ólétt og Amöndu Andradóttur sem fór í atvinnumennsku. En liðið er samt sem áður mjög sterkt.

„Það hafa verið mikil áföll en við erum með góða leikmenn sem eru tilbúnir í þetta líka. Ég hef enga skoðun á öðrum liðum en ég veit bara að við erum með góða breidd."

Það er gaman að taka þessi þrjú stig með inn í verslunarmannahelgina.

„Það er skemmtilegra í þessari helvítis rigningu um verslunarmannahelgina að hafa þrjú stig frekar en ekkert. Ég ætla að vera heima með konunni minni og svo ætlum við að keyra þar sem þurrt er. Ekkert að tjalda. Elta góða veðrið ef það er til einhvers staðar hérna," sagði Pétur léttur að lokum.
Athugasemdir
banner