Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 31. júlí 2024 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Á toppnum inn í verslunarmannahelgina - „Skemmtilegra í þessari helvítis rigningu"
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eiginlega nákvæmlega eins og við teiknuðum þetta upp," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í stórleik í Bestu deildinni í kvöld.

„Ég vil hrósa stelpunum fyrir fyrri hálfleikinn. Hann var algjörlega frábær. Ég held að þetta sé einn besti leikur sem Valur hefur spilað á móti Breiðabliki."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Í seinni hálfleik var þetta annar leikur en mér fannst þetta allan tímann gott."

Valsliðið var algjörlega frábært í fyrri hálfleiknum og sigldi svo sigrinum heim í þeim seinni.

„Þetta er það sem við höfum verið að gera í undanförnum leikjum. Þetta er það sem stelpurnar eru búnar að búa til; við erum með sterkt lið og sýndum það í fyrri hálfleik sérstaklega."

Valur er núna á toppnum með þriggja stiga forskot.

„Þetta er bara einn leikur sko. Við skulum hafa það á hreinu. Blikarnir eru með gott lið og allt það, en í dag vorum við bara betri," sagði Pétur.

Valsliðið hefur misst sterka pósta að undanförnu. Má þar nefna Önnu Björk Kristjánsdóttur sem er ólétt og Amöndu Andradóttur sem fór í atvinnumennsku. En liðið er samt sem áður mjög sterkt.

„Það hafa verið mikil áföll en við erum með góða leikmenn sem eru tilbúnir í þetta líka. Ég hef enga skoðun á öðrum liðum en ég veit bara að við erum með góða breidd."

Það er gaman að taka þessi þrjú stig með inn í verslunarmannahelgina.

„Það er skemmtilegra í þessari helvítis rigningu um verslunarmannahelgina að hafa þrjú stig frekar en ekkert. Ég ætla að vera heima með konunni minni og svo ætlum við að keyra þar sem þurrt er. Ekkert að tjalda. Elta góða veðrið ef það er til einhvers staðar hérna," sagði Pétur léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner