Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   mið 31. júlí 2024 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Á toppnum inn í verslunarmannahelgina - „Skemmtilegra í þessari helvítis rigningu"
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eiginlega nákvæmlega eins og við teiknuðum þetta upp," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í stórleik í Bestu deildinni í kvöld.

„Ég vil hrósa stelpunum fyrir fyrri hálfleikinn. Hann var algjörlega frábær. Ég held að þetta sé einn besti leikur sem Valur hefur spilað á móti Breiðabliki."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Í seinni hálfleik var þetta annar leikur en mér fannst þetta allan tímann gott."

Valsliðið var algjörlega frábært í fyrri hálfleiknum og sigldi svo sigrinum heim í þeim seinni.

„Þetta er það sem við höfum verið að gera í undanförnum leikjum. Þetta er það sem stelpurnar eru búnar að búa til; við erum með sterkt lið og sýndum það í fyrri hálfleik sérstaklega."

Valur er núna á toppnum með þriggja stiga forskot.

„Þetta er bara einn leikur sko. Við skulum hafa það á hreinu. Blikarnir eru með gott lið og allt það, en í dag vorum við bara betri," sagði Pétur.

Valsliðið hefur misst sterka pósta að undanförnu. Má þar nefna Önnu Björk Kristjánsdóttur sem er ólétt og Amöndu Andradóttur sem fór í atvinnumennsku. En liðið er samt sem áður mjög sterkt.

„Það hafa verið mikil áföll en við erum með góða leikmenn sem eru tilbúnir í þetta líka. Ég hef enga skoðun á öðrum liðum en ég veit bara að við erum með góða breidd."

Það er gaman að taka þessi þrjú stig með inn í verslunarmannahelgina.

„Það er skemmtilegra í þessari helvítis rigningu um verslunarmannahelgina að hafa þrjú stig frekar en ekkert. Ég ætla að vera heima með konunni minni og svo ætlum við að keyra þar sem þurrt er. Ekkert að tjalda. Elta góða veðrið ef það er til einhvers staðar hérna," sagði Pétur léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner