Franska félagið Marseille ætlar sér að krækja í enska framherjann Eddie Nketiah frá Arsenal í sumar.
Marseille hefur boðið oftar en einu sinni í kappann í sumar og fjallar Sky Sports um það í dag að nýjasta tilboðið hljóði upp á um 17 milljónir punda.
Í frétt enska miðilsins segir að það sé nær því sem Arsenal vill fá fyrir leikmanninn og einnig er tekið fram að uppsetning tilboðsins henti Arsenal betur.
Mögulega er þá verið að tala um eina staka greiðslu, þó að það sé ekki tekið fram. Fyrra tilboðið er sagt hafa verið hærra en of hár hluti þess var í formi árangurstengdra greiðslna.
Marseille hefur boðið oftar en einu sinni í kappann í sumar og fjallar Sky Sports um það í dag að nýjasta tilboðið hljóði upp á um 17 milljónir punda.
Í frétt enska miðilsins segir að það sé nær því sem Arsenal vill fá fyrir leikmanninn og einnig er tekið fram að uppsetning tilboðsins henti Arsenal betur.
Mögulega er þá verið að tala um eina staka greiðslu, þó að það sé ekki tekið fram. Fyrra tilboðið er sagt hafa verið hærra en of hár hluti þess var í formi árangurstengdra greiðslna.
Viðræður milli félaganna halda áfram en Arsenal er sagt vilja fá hærri upphæð. Vilja ekki allir alltaf fá meira fyrir það sem þeir eru að selja?
Nketiah var varaskeifa fyrir þá Gabriel Jesus og Kai Havertz á liðnu tímabili og er Arsenal að horfa til þess að fá inn annan sóknarmann í hópinn. Nketiah er með leikmannahópi Arsenal í Bandaríkjunum þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök á næsta tímabili.
Athugasemdir