Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mið 31. júlí 2024 21:50
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Ánægður með liðið og svarið frá síðustu leikjum
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta frábær leikur við erfiðar aðstæður. Ég bjóst ekki við svona skemmtilegum leik á að horfa miðað við síðustu leiki í deildinni. Mér fannst þetta orkumikill, góður leikur og tvö góð lið í dag. “ Sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs um leikinn eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Þrátt fyrir vera nokkuð ánægður með leikinn var Siggi þó svekktur með úrslitin og að hafa ekki fengið neitt úr leiknum miðað það sem menn lögðu á sig.

„Við erum svekktir að fá ekki neitt út úr þessu en þetta féll með þeim og ég var ofboðslega ánægður með mitt lið og svarið frá síðustu tveimur leikjum sem voru karakterslaus frammistaða. Við fengum mikin karakter í dag en það skilaði ekki meiru en við vorum að setja það mikið í fyrstu 70 að það dró svolítið af okkur og þeir tóku augnablikið.“

Birkir Heimisson var ekki með liði Þórs á vellinum í dag þó hann hafi vissulega verið á svæðinu í liðsstjórn á bekknum. Er langt í að hann verði klár á ný?

„Ég vona að hann verði klár eftir fríið sem kemur núna. Hann var alveg líklegur að spila í dag en náði því ekki.“

Aron Einar Gunnarsson er þrálátlega orðaður við heimkomu í Þór og Siggi fengið þær nokkrar spurningarnar varðandi hann að undanförnu. Á því varð engin breyting í kvöld.

„Ég held að allir væru vongóðir að fá Aron Einar en ég bara veit ekki stöðuna á því eins og staðan er núna.. “

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner