Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 31. júlí 2024 21:50
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Ánægður með liðið og svarið frá síðustu leikjum
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta frábær leikur við erfiðar aðstæður. Ég bjóst ekki við svona skemmtilegum leik á að horfa miðað við síðustu leiki í deildinni. Mér fannst þetta orkumikill, góður leikur og tvö góð lið í dag. “ Sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs um leikinn eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Þrátt fyrir vera nokkuð ánægður með leikinn var Siggi þó svekktur með úrslitin og að hafa ekki fengið neitt úr leiknum miðað það sem menn lögðu á sig.

„Við erum svekktir að fá ekki neitt út úr þessu en þetta féll með þeim og ég var ofboðslega ánægður með mitt lið og svarið frá síðustu tveimur leikjum sem voru karakterslaus frammistaða. Við fengum mikin karakter í dag en það skilaði ekki meiru en við vorum að setja það mikið í fyrstu 70 að það dró svolítið af okkur og þeir tóku augnablikið.“

Birkir Heimisson var ekki með liði Þórs á vellinum í dag þó hann hafi vissulega verið á svæðinu í liðsstjórn á bekknum. Er langt í að hann verði klár á ný?

„Ég vona að hann verði klár eftir fríið sem kemur núna. Hann var alveg líklegur að spila í dag en náði því ekki.“

Aron Einar Gunnarsson er þrálátlega orðaður við heimkomu í Þór og Siggi fengið þær nokkrar spurningarnar varðandi hann að undanförnu. Á því varð engin breyting í kvöld.

„Ég held að allir væru vongóðir að fá Aron Einar en ég bara veit ekki stöðuna á því eins og staðan er núna.. “

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner