Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mið 31. júlí 2024 21:50
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Ánægður með liðið og svarið frá síðustu leikjum
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta frábær leikur við erfiðar aðstæður. Ég bjóst ekki við svona skemmtilegum leik á að horfa miðað við síðustu leiki í deildinni. Mér fannst þetta orkumikill, góður leikur og tvö góð lið í dag. “ Sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs um leikinn eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Þrátt fyrir vera nokkuð ánægður með leikinn var Siggi þó svekktur með úrslitin og að hafa ekki fengið neitt úr leiknum miðað það sem menn lögðu á sig.

„Við erum svekktir að fá ekki neitt út úr þessu en þetta féll með þeim og ég var ofboðslega ánægður með mitt lið og svarið frá síðustu tveimur leikjum sem voru karakterslaus frammistaða. Við fengum mikin karakter í dag en það skilaði ekki meiru en við vorum að setja það mikið í fyrstu 70 að það dró svolítið af okkur og þeir tóku augnablikið.“

Birkir Heimisson var ekki með liði Þórs á vellinum í dag þó hann hafi vissulega verið á svæðinu í liðsstjórn á bekknum. Er langt í að hann verði klár á ný?

„Ég vona að hann verði klár eftir fríið sem kemur núna. Hann var alveg líklegur að spila í dag en náði því ekki.“

Aron Einar Gunnarsson er þrálátlega orðaður við heimkomu í Þór og Siggi fengið þær nokkrar spurningarnar varðandi hann að undanförnu. Á því varð engin breyting í kvöld.

„Ég held að allir væru vongóðir að fá Aron Einar en ég bara veit ekki stöðuna á því eins og staðan er núna.. “

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner