Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 31. júlí 2024 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Summerville á leið í læknisskoðun hjá West Ham
Mynd: Getty Images

Crysencio Summerville er á leið til West Ham frá Leeds en félögin hafa náð samkomulagi um kaupverð.

Fabrizio Romano greinir frá því að kaupverðið sé rúmlega 25 milljónir punda.


Hann er nú á leið í læknisskoðun og ef allt gengur vel mun hann hitta nýja liðsfélaga sína í Bandaríkjunum þar sem West Ham er í æfingaferð þessa dagana.

Summerville er 22 ára og kom til Leeds frá Feyenoord árið 2020. Hann hefur skorað 25 mörk í 89 leikjum fyrir Leeds, þar af komu 19 í 45 leikjum í Championship deildinni í vetur.


Athugasemdir
banner
banner
banner