Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. júlí 2009 11:03
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Villareal skoraði 27 mörk í æfingaleik
Mynd: Getty Images
Villareal hóf undirbúningstímabil sitt af krafti um helgina með 27-0 sigri á Navata í æfingaleik.

Ernesto Valverde tók við þjálfun Villareal í sumar eftir að Manuel Pellegrini tók við Real Madrid og því var um draumabyrjun að ræða hjá honum.

Valverde skipti um lið í hálfleik en Villareal raðaði inn mörkum í leiknum.

Jonathan Pereira skoraði sjö mörk og Joseba Llorente og Ruben Marcos skoruðu báðir fjórum sinnum í leiknum.

Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, var einnig á skotskónum en hann skoraði tvívegis.
Athugasemdir
banner
banner