,,Við vorum að spila vel í dag og fengum nóg af færum. Það plan sem við settum upp gekk á köflum mjög vel en það getur komið í bakið á manni að nýta ekki færin," segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Fram
Ekkert féll með liðinu í kvöld þegar það tapaði 2-1 fyrir KR. Framarar voru mun betri í fyrri hálfleik en fóru illa með mörg færi, þar á meðal vítaspyrnu.
,,Í dag sást að við erum með fínt lið en við verðum að klára færin."
Margir nota orðið meistaraheppni um sigur KR í kvöld. Tekur Þorvaldur undir það? ,,Maður hefur horft á síðustu leiki sem hafa dottið með þeim. Þeir hafa vælt mikið vegna meiðsla, dómgæslu og annað. Ég held að undanfarin 15-20 ár hefur dómgæslan yfirleitt verið hliðholl þeim á þessum velli."
Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.