Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 08. mars 2012 22:53
Sebastían Sævarsson Meyer
Ferguson ósáttur með vörnina og dómarann
Mynd: Getty Images
Manchester United er undir pressu fyrir seinni leikinn gegn Athletic Bilbao eftir 2-3 tapið fyrir spænska liðinu í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikmenn Athletic Bilbao mættu óttalausir til leiks á Old Trafford og sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður en liðið skapaði sér fjölmörg færi og var auk þess meira með boltann.

Með þrjú mörk skoruð á útivelli er Athletic Bilbao í sterkri stöðu en Sir Alex Ferguson, stjóri Man Utd, var allt annað en sáttur með vörn liðsins og til þess að vinna seinni leikinn þarf að bæta varnarleikinn.

,,Við töpuðum verðskuldað, þeir voru mun betri. Vörnin var alls ekki nógu góð í kvöld og það tapaði leiknum. Sóknin var hins vegar góð á köflum,“ sagði Ferguson eftir leikinn.

,,Við getum unnið leikinn á Spáni. Við höfum sýnt að við getum skapað færi en við þurfum að verjast betur. Við verðum að reyna koma Rio Ferdinand í liðið án þess að rugla prógramminu í deildinni því reynsla hans er mikilvæg fyrir okkur.“

Feguson var þá sérstaklega ósáttur með þriðja mark gestanna eftir undarlega ákvörðun dómara leiksins. Þegar Man Utd var með boltann á eigin vallarhelming var dæmd aukaspyrna á Patrice Evra fyrir að missa annan skóinn sinn og spila boltanum. Í kjölfarið af því kom Iker Muniain gestunum í 3-1. Wayne Rooney lagaði þó stöðuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

,,Ég veit ekki hvað skal segja um ákvörðun dómarans í þriðja markinu. Hann datt bara úr skónum og senti boltann stutt frá sér."
Athugasemdir
banner
banner