,,Við erum gríðarlega ánægðir með þessi þrjú stig, við vissum að þetta yrði erfiður leikur," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 0-1 sigur á Selfossi í dag.
Lestu um leikinn: Selfoss 0 - 1 FH
,,Selfoss er með vel skipulagt lið og vann ÍBV á heimavelli í fyrstu umferð. Við erum mjög sáttir við þetta."
FH hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu þremur leikjum mótsins svo varnarleikurinn er í lagi en liðið hefur einnig skorað þrjú mörk í þessum leikjum.
,,Varnarleikurinn var á köflum mjög góður í þessum leik. Við fengum ekki mörg færi á okkur en hinsvegar fannst mér við vera pínu klaufar upp við mark andstæðingsins. Við vorum að skapa okkur góð færi en vantaði að klára þetta."
,,Af því við náðum ekki að koma inn öðru marki þá fengu þeir ágætt færi í restina en þetta hélt hjá okkur og þrjú stig mjög ánægjulegt á erfiðum útivelli."
Athugasemdir