,,Mikil vonbrigði, það var góð stemmning í klefanum fyrir leik og góð stemmning í gær, þetta eru bara vonbrigði," sagði Þórður Þórðarson þjálfari Skagamanna ynntur eftir hans fyrstu viðbrögðum eftir leik.
Skagamenn sköpuðu sér þónokkur færi í leiknum en nýttu þau illa.
,,Við verðum að nýta færin okkar. Við fáum þrjú fín færi í fyrri hálfleik."
,,Ef ég hefði lausnina svona beint bara og svarið við því hefðum við ekki tapað fjórum leikjum í röð," sagði Þórður aðspurður um hvað væri að fara úrskeiðis hjá hans liði.
Skagamenn byrjuðu mótið af krafti en hafa heldur betur gefið eftir. Þórður hefur þó litlar áhyggjur af ástandinu.
,,Eins og staðan er í dag hef ég engar sérstakar áhyggjur af þessu. Mótið er ekki einu sinni hálfnað og við erum með fjórtán stig. Ef við tökum fjórtán stig aftur í seinni umferðinni og jafnvel meira hef ég engar áhyggjur af þessu."
Sumir voru farnir að tala um að Skagamenn ættu heima í toppbaráttunni eftir góða byrjun.
,,Við gerðum okkur aldrei neinar vonir um það eftir fjórar umferðir. Það er svolítið fljótt að tala um það eftir fjóra leiki."
Nánar er rætt við Þórð í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir