Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   fim 05. júlí 2012 23:14
Snorri Helgason
Þórður Þórðarson: Við verðum að nýta færin okkar
Það gengur hvorki né rekur hjá sveinum Þórðar þessa dagana.
Það gengur hvorki né rekur hjá sveinum Þórðar þessa dagana.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Mikil vonbrigði, það var góð stemmning í klefanum fyrir leik og góð stemmning í gær, þetta eru bara vonbrigði," sagði Þórður Þórðarson þjálfari Skagamanna ynntur eftir hans fyrstu viðbrögðum eftir leik.

Skagamenn sköpuðu sér þónokkur færi í leiknum en nýttu þau illa.

,,Við verðum að nýta færin okkar. Við fáum þrjú fín færi í fyrri hálfleik."

,,Ef ég hefði lausnina svona beint bara og svarið við því hefðum við ekki tapað fjórum leikjum í röð," sagði Þórður aðspurður um hvað væri að fara úrskeiðis hjá hans liði.

Skagamenn byrjuðu mótið af krafti en hafa heldur betur gefið eftir. Þórður hefur þó litlar áhyggjur af ástandinu.

,,Eins og staðan er í dag hef ég engar sérstakar áhyggjur af þessu. Mótið er ekki einu sinni hálfnað og við erum með fjórtán stig. Ef við tökum fjórtán stig aftur í seinni umferðinni og jafnvel meira hef ég engar áhyggjur af þessu."

Sumir voru farnir að tala um að Skagamenn ættu heima í toppbaráttunni eftir góða byrjun.

,,Við gerðum okkur aldrei neinar vonir um það eftir fjórar umferðir. Það er svolítið fljótt að tala um það eftir fjóra leiki."

Nánar er rætt við Þórð í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner