Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   fim 12. júlí 2012 23:28
Arnar Daði Arnarsson
Óli Jó.: Förum á fullt í félagsskiptaglugganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson og hans menn í Haukum mega prísa sig sæla með að fá þrjú stig úr leik Hauka og Víkings R. í 10.umferð 1.deildar karla sem fram fór í kvöld. Víkingar höfðu öll völd á leiknum en Haukar nýttu sín tvö færi í leiknum og héldu hreinu.

,,Þetta eru tvö lið sem báðum langar að fara upp og eru að berjast um þessi tvö sæti sem í boði eru og það var vitað fyrir leikinn að þetta yrði mikill 'fight-ingur' og slagsmál og ekki mikill fótbolti," sagði landsliðsþjálfarinn fyrrverandi, en hvað vill hann segja um spilamennskuna hjá Haukum í leiknum, sem var vægast sagt ekki upp á marga fiska,

,,Við unnum saman sem lið og vörðumst mjög vel, fram á við vorum við að reyna halda bolta en það gekk ekki nógu vel, það gekk vægast sagt mjög illa en sem lið unnum við mjög vel og vorum að hlaupa mikið," sagði Óli aðspurður út í spilamennskuna.

Nú fer hinn árlegi félagsskiptagluggi að opna og segir Ólafur, að Haukar munu fara á fullt í að leita af mönnum þegar glugginn opnar,

,,Við förum á fullt í félagsskiptaglugganum og reynum að ná í eins marga leikmenn og hægt er, það er nokkuð ljóst. Við munum líta í kringum okkur ef við eigum möguleika að ná kannski í einn leikmann til að hjálpa okkur sóknarlega þá athugum við það," sagði Ólafur en nokkrir leikmenn hafa verið orðaður við Hauka að undanförnu.

Viðtalið í heild sinni við Ólaf er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner