,,Ég held að við höfum verið með boltann allan leikinn og sköpuðum nóg af færum til að skora mörk. Ef það er ekki nóg að fá færi á markteig þá veit ég ekki hvað," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV eftir markalaust jafntefli gegn ÍA í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 0 ÍA
,,Við krossuðum boltanum margsinnis í gegnum markteiginn. Auðvitað hefði ég viljað skapa fleiri færi til að skora því við skoruðum ekki en við sköpuðum alveg nógu mikið af færum til að skora 1-2 mörk til að vinna leik og koma þeim út úr vítateignum. Ef við hefðum skorað eða fengið eitthvað af þessum vítum sem ég taldi að við hefðum átt að fá þá hefði þetta breyst. Þetta var ekki nógu gott."
Boltinn virtist tvisvar fara í hendur leikmanna ÍA í leiknum í dag og aðspurður um það sagði Magnús.
,,Það er ekki alltaf víti þegar boltinn fer í hendina, en þegar maðurinn er með hendina fyrir ofan haus eða við hliðina á hausnum á sér þá er það bara víti. Það er ekki eðlileg staða á leikmanni sem er að verja boltann. Það er markmannana. En hann dæmdi ekki víti, þetta var of snemma eða eitthvað. Þeir hafa svo lítinn kjark þessir dómarar að það er óþolandi."
Nánar er rætt við Magnús í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir