Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   sun 02. september 2012 19:29
Arnar Daði Arnarsson
Maggi Gylfa: Óþolandi hvað dómararnir hafa lítinn kjark
Magnús Gylfason.
Magnús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég held að við höfum verið með boltann allan leikinn og sköpuðum nóg af færum til að skora mörk. Ef það er ekki nóg að fá færi á markteig þá veit ég ekki hvað," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV eftir markalaust jafntefli gegn ÍA í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

,,Við krossuðum boltanum margsinnis í gegnum markteiginn. Auðvitað hefði ég viljað skapa fleiri færi til að skora því við skoruðum ekki en við sköpuðum alveg nógu mikið af færum til að skora 1-2 mörk til að vinna leik og koma þeim út úr vítateignum. Ef við hefðum skorað eða fengið eitthvað af þessum vítum sem ég taldi að við hefðum átt að fá þá hefði þetta breyst. Þetta var ekki nógu gott."

Boltinn virtist tvisvar fara í hendur leikmanna ÍA í leiknum í dag og aðspurður um það sagði Magnús.

,,Það er ekki alltaf víti þegar boltinn fer í hendina, en þegar maðurinn er með hendina fyrir ofan haus eða við hliðina á hausnum á sér þá er það bara víti. Það er ekki eðlileg staða á leikmanni sem er að verja boltann. Það er markmannana. En hann dæmdi ekki víti, þetta var of snemma eða eitthvað. Þeir hafa svo lítinn kjark þessir dómarar að það er óþolandi."

Nánar er rætt við Magnús í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner