Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   mán 18. nóvember 2013 11:08
Alexander Freyr Tamimi
Raggi Sig: Pirraði mig aðeins hvað þetta var blásið upp
Ragnar pakkaði Mandzukic saman í Laugardalnum. Hér ræðir hann við Fótbolta.net í Zagreb í dag.
Ragnar pakkaði Mandzukic saman í Laugardalnum. Hér ræðir hann við Fótbolta.net í Zagreb í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins og FC Kaupmannahafnar, er að vonum spenntur fyrir seinni leiknum gegn Króatíu í umspili um sæti á HM 2014 í Brasilíu.

Ragnar var frábær í miðverðinum í síðasta leik og fer hann ásamt liðsfélögum sínum fullur sjálfstrausts í seinni leikinn.

„Við erum bara hrikalega vel stemmdir og getum ekki beðið eftir morgundeginum,“ sagði Ragnar við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins.

„Við þurftum að bakka (í síðasta leik á Laugardalsvelli) þar sem við misstum mann út af, en planið okkar er bara að skora eitt tvö mörk og spila jafn góðan varnarleik og við erum búnir að gera, þá er þetta bara komið.“

Ragnar var ánægður með eigin frammistöðu í markalausa jafnteflinu í Laugardalnum, en hann hélt Mario Mandzukic – einni skærustu stjörnu Króata – algerlega í skefjum.

Fyrir leik hafði mikið verið gert úr ummælum Ragnars um Mandzukic, þar sem hann sagðist ekki þekkja til leikmannsins, og viðurkennir Ragnar að það hafi farið í taugarnar á sér hversu mikið málið var blásið upp.

„Ég var svolítið að pirra mig á hvað þetta var blásið upp einmitt, ég var bara spurður að einhverri spurningu og ég svaraði henni bara satt. En núna veit ég allavega hver hann er, þannig að það þarf ekki að ræða það frekar. En við ætlum bara að endurtaka leikinn þarna í vörninni,“ sagði Ragnar.

Annars voru Króatarnir ekkert að heilla Ragnar neitt sérstaklega mikið í fyrri leiknum.

„Mér fannst bara jákvæðast í þessu að ég bjóst við að þeir yrðu betri og erfiðari að spila á móti. En að sjálfsögðu verða þeir örugglega aðeins betri á heimavelli en þeir voru á útivelli, en við erum bara tilbúnir í að mæta þeim hérna og setja pressu á þá,“ sagði Ragnar, sem hefur ekki áhyggjur af því að taugarnar verði of miklar.

„Við erum með marga mjög reynda leikmenn sem spila í flottum deildum og ég sjálfur hef spilað fullt af taugaveikluðum leikjum, þannig að flestir okkar eru bara vanir þessu stressi og þegar leikurinn byrjar þá gleymir maður því öllu. Þá er bara eitt markmið, og það er að vinna.“

Aðspurður hvort að Ísland sé að fara að tryggja sér farseðil til Brasilíu annað kvöld sagði Ragnar kokhraustur: „Ég sé þetta ekki spilast neitt öðruvísi en það.“
Athugasemdir
banner