Brynjar Benediktsson leikmaður Hauka skoraði stórbrotið mark í kvöld þegar Haukar og ÍA mættust í 10. umferð 1. deildar karla.
Brynjar tók aukaspyrnu af 30 metrum sem fór í netið með viðkomu í þverslánni. Alveg ótrúlegt mark og þetta mark gerir líklega tilkall sem mark sumarsins á Íslandi.
Brynjar tók aukaspyrnu af 30 metrum sem fór í netið með viðkomu í þverslánni. Alveg ótrúlegt mark og þetta mark gerir líklega tilkall sem mark sumarsins á Íslandi.
Leikurinn var í beinni vefútsendingu á SportTV og Fótbolta.net og lýsti Adolf Ingi Erlingsson markinu með þessum orðum. ,,Þvílíkt mark."
Mark Brynjars dugði ekki til því Haukar töpuðu leiknum 3-1. Þetta var þriðja mark Brynjars í sumar fyrir Haukana í 1.deildinni.
Hægt er að sjá markið í sjónvarpinu hér að ofan. Sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir