Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 05. september 2015 16:40
Alexander Freyr Tamimi
Oliver Sigurjóns: Búinn að æfa þetta síðan ég var tíu ára
Oliver skorar hér fyrsta markið.
Oliver skorar hér fyrsta markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, fyrirliði íslenska U21 landsliðsins, skoraði tvö mörk í frábærum sigri Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.

Ísland vann frækinn 3-2 sigur gegn tíu Frökkum, en Oliver skoraði fyrsta mark Íslands þegar hann fylgdi eftir víti sem hann hafði misnotað. Hann skoraði svo af punktinum í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  2 Frakkland U21

„Maður er alltaf klár, þó þetta sé nú fyrsta vítið sem ég klúðra á fullorðinsferli var ég alltaf tilbúinn og setti hann í markið," sagði Oliver um fyrsta markið.

„Ég missti hann aðeins upp, það var ekki nógu vel gert hjá mér, ég var eiginlega of langt frá boltanum þegar ég skaut."

„Ég er nógu klikkaður til að vita að ég skora alltaf úr vítum, þó ég hafi klúðrað mínu fyrsta þarna. En ég var alltaf að fara að skora úr seinna, ég vissi það alveg."


Oliver tekur skemmtilega hægar atrennur að boltanum í vítunum og hefur lengi tileinkað sér þann háttinn.

„Ég er búinn að æfa þetta síðan ég var tíu ára gamall, ég er ekkert að fara að hætta því. Þetta virkar."
Athugasemdir
banner
banner