Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 05. september 2015 16:40
Alexander Freyr Tamimi
Oliver Sigurjóns: Búinn að æfa þetta síðan ég var tíu ára
Oliver skorar hér fyrsta markið.
Oliver skorar hér fyrsta markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, fyrirliði íslenska U21 landsliðsins, skoraði tvö mörk í frábærum sigri Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.

Ísland vann frækinn 3-2 sigur gegn tíu Frökkum, en Oliver skoraði fyrsta mark Íslands þegar hann fylgdi eftir víti sem hann hafði misnotað. Hann skoraði svo af punktinum í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  2 Frakkland U21

„Maður er alltaf klár, þó þetta sé nú fyrsta vítið sem ég klúðra á fullorðinsferli var ég alltaf tilbúinn og setti hann í markið," sagði Oliver um fyrsta markið.

„Ég missti hann aðeins upp, það var ekki nógu vel gert hjá mér, ég var eiginlega of langt frá boltanum þegar ég skaut."

„Ég er nógu klikkaður til að vita að ég skora alltaf úr vítum, þó ég hafi klúðrað mínu fyrsta þarna. En ég var alltaf að fara að skora úr seinna, ég vissi það alveg."


Oliver tekur skemmtilega hægar atrennur að boltanum í vítunum og hefur lengi tileinkað sér þann háttinn.

„Ég er búinn að æfa þetta síðan ég var tíu ára gamall, ég er ekkert að fara að hætta því. Þetta virkar."
Athugasemdir
banner
banner
banner