Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, fór beint á sjúkrahús eftir 2-1 sigur liðsins á KA í fyrrakvöld.
Eftir klukkutíma leik skoraði Brynjar mark sem var dæmt af. Á sama tíma lenti hann í samstuði við Elfar Árna Aðalsteinsson leikmann KA og fékk ljótan skurð á vörina.
Eftir klukkutíma leik skoraði Brynjar mark sem var dæmt af. Á sama tíma lenti hann í samstuði við Elfar Árna Aðalsteinsson leikmann KA og fékk ljótan skurð á vörina.
„Þetta voru sextán spor í allt. Ég fékk gat í gegnum vörina og það þurfti að sauma tíu spor utan á og sex innan á til að loka því," sagði Brynjar við Fótbolta.net í dag.
Brynjar fór í nýja treyju og hélt áfram leik á sunnudag eftir samstuðið.
„Við náðum að stoppa blæðinguna nokkurnveginn. Þetta var aðeins óþægilegt en ekkert þannig að maður þyrfti að fara út af."
Í dag sést vel á Brynjari að hann hafi orðið fyrir hnjaski.
„Ég er stokkbólginn á vörinni í dag og með saumana á hökunni. Það er eins og ég sé nýkominn úr góðri botox sprautu á neðri vörina," sagði Brynjar og hló en hann reiknar með að verða klár í slaginn þegar Stjarnan mætir Fjölni á sunnudag.
„Ég losna við saumana á föstudaginn og ég reikna ekki með að þetta hafi langtíma áhrif."
Hér að neðan má sjá fleiri myndir af því hvernig Brynjar lítur út í dag.
Athugasemdir