Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mið 06. júlí 2005 09:18
Hafliði Breiðfjörð
Gerrard ætlar ekki að fara frá Liverpool!
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool hefur óvænt skipt um skoðun og tekið ákvörðun um að vera hjá Liverpool. Það var aðeins í gær að við tilkynntum um að leikmaðurinn væri hættur hjá Liverpool en eins og í fyrra hefur hann nú óvænt skipt um skoðun og er ekki á förum frá félaginu. Rick Parry framkvæmdastjóri Liverpool tilkynnti um þetta í morgun eftir mörg símtöl við Gerrard seint í gærkvöldi og í morgun.

,,Ég gæti ekki verið meira ánægður," sagði Parry.

,,Hann hefur ákveðið að vera áfram með okkur því hann áttar sig á hvaða þýðingu félagið hefur fyrir honum. Jafnvel þegar hann sagðist vera að fara held ég að þau orð sem hann hafi notað hafi bent til þess að hann hafi virkilega viljað fara. Hann var að tala um síðustu nokkra daga og að þeir hafi verið erfiðir og að hann gæti ekki komið aftur, hann sagði aldrei beint að hann vildi fara."

,,Á síðustu 24 klukkustundum hefur hann hugsað um þetta og vill vera áfram. Hvað okkur varðar þá er þetta það sem við vildum allan tímann. Ég hef beðið Stevie afsökunar ef ég hef misskilið tilfinningar hans. Ég tel að eftir Istanbúl hafi ég talið að ég vissi hvert við værum að fara en hann hefur augljóslega talið að félagið hafi ekki verið eins ákaft í að halda honum og við hefðum getað verið. Hann var óþreyjufullur."

,,Það voru eitt eða tvö atriði í samningnum sem hann leit á sem áhugaleysi af okkar hluta, sem var það ekki. Hann skilur það núna. Við höfum gengið í gegnum tilfinningaþrungnar stundir saman, hreinsað allt upp og ég held að þetta gerist ekki aftur."

,,Ég held að hann sé ekki áfram því hann óttist neikvæð viðbrögð. Ég sagði honum á mánudag að hugsa um stuðningsmennina í Istanbul og spyrja svo sjálfan sig hvernig hann gæti yfirgefið það. Augljóslega hafa síðustu einn tveir dagar ekki verið auðveldir fyrir hann en þetta er ekki ákvörðun af neikvæðum orsökum."

,,Honum fannst þetta flókið en innst inni var alltaf erfið ákvörðun fyrir hann að segja að hann vildi fara. Við erum allir rosalega ánægðir og ég er enn meira viss en nokkurn tíma áður að hann er bundinn og hann vilji vera hér."

Sjá einnig:

Mið 06.júl 2005 09:18 Gerrard ætlar ekki að fara frá Liverpool!
 
Mið 06.júl 2005 08:45 Af hverju vildi Steven Gerrard fara frá Liverpool?
 
Þri 05.júl 2005 19:09 Rush: Mikil vonbrigði fyrir Liverpool ef Gerrard fer
 
Þri 05.júl 2005 17:11 Gerrard með yfirlýsingu: Ætlaði alltaf að vera áfram
 
Þri 05.júl 2005 13:52 Gerrard óskar eftir að verða seldur!
 
Þri 05.júl 2005 13:14 Chelsea staðfesta tilboð í Gerrard
 
Þri 05.júl 2005 08:21 Liverpool staðfestir tilboð Chelsea í Gerrard
 
Þri 05.júl 2005 05:11 Parry vongóður um Gerrard
 
Mán 04.júl 2005 15:56 Benítez: Gerrard gæti orðið næsti stjóri Liverpool
 
Mán 04.júl 2005 11:35 Gerrard mun ekki hefja viðræður við Liverpool á ný
 
Mán 04.júl 2005 06:00 Gerrard á förum frá Liverpool?
 
Lau 02.júl 2005 09:42 Santos og Madrid ná samkomulagi um Robinho
 
Fös 01.júl 2005 14:00 Verður Gerrard næstu stóru kaup Real Madrid?
 
Mið 29.jún 2005 06:30 Viðræður Gerrard og Liverpool að hefjast
 
Fim 16.jún 2005 16:00 Viðræður við Gerrard á næstu grösum
 
Mán 13.jún 2005 14:49 Gerrard: ,,Boltinn er hjá Liverpool"
 

Athugasemdir
banner
banner
banner