Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 26. desember 2018 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool jók forskot sitt á toppnum - Pogba í stuði
Manchester City tapaði öðrum leiknum í röð
Liverpool er á toppnum með sex stiga forskot.
Liverpool er á toppnum með sex stiga forskot.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba nýtur sín undir stjórn Solskjær.
Paul Pogba nýtur sín undir stjórn Solskjær.
Mynd: Getty Images
City tapaði öðrum leik sínum í röð.
City tapaði öðrum leik sínum í röð.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í öðru sæti.
Tottenham er í öðru sæti.
Mynd: Getty Images
Gylfi skoraði af vítapunktinum.
Gylfi skoraði af vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Liverpool er með sex stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni eftir úrslitin í leikjunum sem voru að klárast í deildinni. Liverpool vann öruggan sigur á Newcastle á heimavelli á meðan Manchester City tapaði sínum öðrum leik í röð.

Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með Newcastle. Dejan Lovren skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og eftir það var ekki aftur snúið. Mohamed Salah skoraði annað markið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur og Xherdan Shaqiri gerði þriðja markið.

Varamaðurinn Fabinho skoraði fjórða markið þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og lokatölur 4-0.


Öruggur sigur hjá Liverpool en Manchester City tapaði á meðan fyrir Leicester á útivelli. Bernardo Silva kom City yfir á 14. mínútu en Marc Albrighton jafnaði á 19. mínútu.

Á 81. mínútu skoraði Ricardo Pereira það sem reyndist vera sigurmark Leicester. Athyglisvert í meira lagi en þetta er annað tap Englandsmeistaranna í röð. City tapaði fyrir Crystal Palace um liðna helgi, en þá vann Leicester 1-0 sigur á Chelsea. Leicester með tvo frábæra sigra í röð.

Tottenham í öðru sæti
City er komið niður í þriðja sæti þar sem Tottenham valtaði yfir Bournemouth og er komið upp í annað sætið. Tottenham vann 5-0 en Son Heung-min skoraði tvennu. Hin mörkin skoruðu Harry Kane, Christian Eriksen og Lucas Moura.

Annar sigur Solskjær
Manchester United hafði betur gegn Huddersfield, 3-1. Paul Pogba var allt í öllu hjá United. Hann skoraði tvennu og var virkilega góður. Annar sigur United í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

United er áfram í sjötta sæti, en er núna fimm stigum frá Chelsea og Arsenal sem eiga leiki á eftir.


Gylfi á skotskónum
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í Íslendingaslag Everton og Burnley. Gylfi skoraði úr vítaspyrnu á 22. mínútu en Everton vann 5-1. Gylfi lék allan leikinn en Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 63. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson lék þá síðustu sekúndurnar hjá Cardiff í markalausu jafntefli gegn Crystal Palace.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara.

Burnley 1 - 5 Everton
0-1 Yerry Mina ('2 )
0-2 Lucas Digne ('13 )
0-3 Gylfi Sigurdsson ('22 , víti)
1-3 Ben Gibson ('37 )
1-4 Lucas Digne ('71 )
1-5 Richarlison ('90 )

Crystal Palace 0 - 0 Cardiff City

Leicester City 2 - 1 Manchester City
0-1 Bernardo Silva ('14 )
1-1 Marc Albrighton ('19 )
2-1 Ricardo Pereira ('81 )
Rautt spjald: Fabian Delph, Manchester City ('90)

Liverpool 4 - 0 Newcastle
1-0 Dejan Lovren ('11 )
2-0 Mohamed Salah ('48 , víti)
3-0 Xherdan Shaqiri ('79 )
4-0 Fabinho ('85 )

Manchester Utd 3 - 1 Huddersfield
1-0 Nemanja Matic ('28 )
2-0 Paul Pogba ('64 )
3-0 Paul Pogba ('78 )
3-1 Mathias Jorgensen ('88 )

Tottenham 5 - 0 Bournemouth
1-0 Christian Eriksen ('16 )
2-0 Son Heung-Min ('23 )
3-0 Lucas Moura ('35 )
4-0 Harry Kane ('61 )
5-0 Son Heung-Min ('70 )

Leikir kvöldsins:
17:15 Brighton - Arsenal (Stöð 2 Sport)
19:30 Watford - Chelsea (Stöð 2 Sport)

Sjá einnig:
England: Jafnt í nýliðaslag - Fulham af botninum
Athugasemdir
banner
banner