Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. júlí 2019 12:15
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar - Flestar frá Fylki
Hulda Hrund Arnarsdóttir átti góðan leik gegn Þór/KA.
Hulda Hrund Arnarsdóttir átti góðan leik gegn Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði gegn Selfyssingum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði gegn Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einvígi Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram á meðan fallbaráttan heldur áfram að harðna í Pepsi Max-deild kvenna. Hér má sjá lið 11. umferðar.

Cecilia Rán Rúnarsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir úr Fylki eru allar í liði umferðarinnar eftir mikilvægan 3-0 sigur á Þór/KA. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, er þjálfari umferðarinnar.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 5-2 sigri á HK/Víkingi. Jasmín Erla Ingadóttir var einnig á skotskónum eftir mikla markaþurrð Stjörnunnar að undanförnu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði gegn Selfossi og er markahæst í deildinni. Þar kom Brynja Valgeirsdóttir í veg fyrir stærra tap Selfyssinga með góðum leik í vörninni.

Hlín Eiríksdóttir átti frábæran dag á kantinum í öruggum sigri Vals á KR en þar var Hallbera Gísladóttir öflug í vörninni og með eina stoðsendingu.

Brenna Lovera skoraði síðan eitt mark og lagði upp annað í 3-2 sigri ÍBV á Keflavík.

Sjá einnig:
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner