Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 06. október 2019 14:10
Hafliði Breiðfjörð
Liepaja, Lettlandi
Ræstar um miðja nótt eftir lítinn svefn á leið til Lettlands
Icelandair
Íslensku stelpurnar fengu lítinn svefn í Nimes en bættu það upp í Liepaja.
Íslensku stelpurnar fengu lítinn svefn í Nimes en bættu það upp í Liepaja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var heldur betur erfiður dagur hjá kvennalandsliðinu í gær því liðið var nýkomið á hótel í svefn þegar þær voru ræstar af stað í langt og strangt ferðalag til Lettlands.

Ísland tapaði 4 - 0 fyrir Frökkum í vináttulandsleik í Nimes í Frakklandi í fyrrakvöld. Leikurinn var seint að frönskum tíma eða klukkan 21:00 og því lokið skömmu fyrir 23:00.

Íslenska liðið hélt því rakleitt upp á hótel þar sem þær borðuðu kvöldmat undir miðnættið og í kjölfarið var farið að sofa.

Svefninn var stuttur því klukkan 04:00 fór liðið af stað í ferðalag til Lettlands þar sem þær mæta heimakonum í Liepaja á þriðjudag. Sumir leikmenn náðu aðeins um tveggja tíma svefni áður en rúta var mætt að sækja þær.

Rútan fór með liðið til Marseille þaðan sem flogið var til Parísar. Þar tók við bið þar til liðið fór í annað flug, nú til Ríga í Lettlandi.

Þegar lent var í Ríga beið þeirra svo önnur rútuferð, þriggja tíma ferð til Liepaja.

Það voru því þreyttir leikmenn sem mættu á hótel hérna í Liepaja klukkan 19:00 í gær. Þær fengu hinsvegar góðan svefn í nótt og voru ferskar þegar Fótbolti.net hitti á þær fyrr í dag.

Fótbolti.net fylgir liðinu eftir í Lettlandi næstu daga og myndir, viðtöl og frekari umfjöllun er væntanleg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner