Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. nóvember 2019 09:31
Magnús Már Einarsson
Óskar Hrafn tjáir sig um stöðuna hjá Alfons, Höskuldi og Oliver
Alfons Sampsted í leik með Breiðabliki í sumar.
Alfons Sampsted í leik með Breiðabliki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, segir í viðtali við blikar.is að dyrnar standi opnar ef Alfons Sampsted, Höskuldur Gunnlaugsson og Oliver Sigurjónsson vilja snúa aftur til uppeldisfélagsins.

Höskuldur var á láni hjá Breiðabliki frá sænska félaginu Hammarby í sumar og í júlí kom bakvörðurinn Alfons einnig á láni frá Norrköping.

„Alfons er auðvitað samningsbundinn Norrköping út næsta ár. Hann veit hins vegar að dyrnar standa alltaf opnar hér ef hann ákveður að koma heim. Höskuldur er í aðeins meira limbói en það skýrist væntanlega fljótlega," segir Óskar í viðtalinu á Blikar.is.

Oliver Sigurjónsson greindi frá því í viðtali við Fótbolta.net í vikunni að hann ætli sér að fara frá Bodö/Glimt í Noregi. Oliver fór til Bodö/Glimt frá Breiðabliki um mitt sumar 2017.

„Maður veit aldrei hvað gerist með Oliver. Hann vill reyna fyrir sér úti. Hann veit það eins og aðrir Blikar að hann er alltaf velkominn heim í Kópavoginn," sagði Óskar.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner