Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 11. desember 2019 20:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Ótrúleg endurkoma - Þrenna á sex mínútum tryggði Start sæti í efstu deild
Martin Ramsland í treyju Sogndal árið 2017. Ramsland skoraði þrennu í dag og tryggði Start sæti í efstu deild.
Martin Ramsland í treyju Sogndal árið 2017. Ramsland skoraði þrennu í dag og tryggði Start sæti í efstu deild.
Mynd: Getty Images
Lillestrom (1) 4 - 3 Start (2) (Úrslit fyrri leiksins innan sviga)
1-0 S. Mikalsen ('2 )
2-0 D. Lowe ('22, sjálfsmark)
3-0 D. Gustavsson ('49 )
4-0 A. Melgavis ('61 )
4-1 M. Ramsland ('76 )
4-2 M. Ramsland ('79 )
4-3 M. Ramsland ('82 )

Í Noregi mættust Lilleström og Start í seinni viðureign liðanna í einvígi um sæti í efstu deild á komandi leiktíð. Fyrri viðureignin fór fram um liðna helgi þar sem Start sigraði, 2-1, á heimavelli.

Lilleström leiddi 2-0 í hálfleik og leiddi því einvígið samanlagt. Lilleström bætti við tveimur mörkum á næstu sextán mínútum og virtist allt stefna í öruggan sigur heimamanna.

Á 76. mínútu minnkaði Martin Ramsland muninn fyrir Start og sex mínútum seinna var hann búinn að bæta við tveimur mörkum og minnka muninn í 4-3. Start leiddi á þessum tímapunkti á fleiri útivallarmörkum skoruðum.

Mörkin urðu ekki fleiri en leikurinn varð lengri en 100 mínútur eftir uppbótartíma. Start leikur í efstu deild á komandi leiktíð.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Start og fékk gult spjald á 86. mínútu. Arnór Smárason spilaði síðustu fimm mínúturnar hjá Lilleström. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.


Athugasemdir
banner