Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. febrúar 2007 06:00
Hörður Snævar Jónsson
Alfreð Finnbogason skoraði á móti U-17 ára liði Ítala
Alfreð hér annar frá vinstri í neðri röð þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar innanhús.
Alfreð hér annar frá vinstri í neðri röð þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar innanhús.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Alfreð Finnbogason leikmaður 2.flokks Breiðablik skoraði fyrir Sassari Torres í 3-0 sigri liðsins á U-17 ára landsliði Ítala í gær. Alfreð dvelur á Ítalíu sem skiptinemi og leikur með Sassari Torres en hann er 18 ára gamall sóknarmaður.

Hann lék eins og fyrr segir í gær gegn U-17 ára liði Ítala og skoraði þar eitt marka liðsins. Alfreð lék á tvo leikmenn Ítala og lagði boltann fallega framhjá markmanni þeirra. Alfreð átti góðan dag fyrir framan fjölda manns sem komu á völlinn.

Alfreð mun dvelja í rúma fimm mánuði á Ítalíu. Hann kemur heim í byrjun júlí og mun þá spila með Blikunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner