Hin Hliðin hefst að nýju á Fótbolti.net í dag eftir nokkurra vikna pásu og verður þessi liður á dagskrá á þriðjudögum.
Að þessu sinni er það hinn efnilegi Hólmar Örn Eyjólfsson sem sýnir á sér hina hliðina. Hólmar steig sín fyrstu skref í Landsbankadeildinni með HK síðastliðið sumar og vann sér sæti í byrjunarliðinu þar.
Góð frammistaða kom Hólmari í U19 ára landsliðið og síðar í U21 árs landsliðið en þessi ungi leikmaður getur leikið í vörninni og á miðjunni.
Fullt nafn: Hólmar Örn Eyjólfsson
Aldur: 17
Giftur/sambúð: nei
Börn: nei
Hvað eldaðir þú síðast? Ljúffengan kjúkling með Tandori sósu og hrísgrjón
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, skinku og piparost
Hvernig gemsa áttu? Höggheldann Nokia
Uppáhaldssjónvarpsefni? Entourage í miklu uppáhaldi.
Besta bíómyndin? Shawshank Redemption er mjög góð
Hvaða tónlist hlustar þú á? Allt bara, samt mest RnB og þannig.
Uppáhaldsútvarpsstöð? Flass er mjög góð þegar hún virkar
Uppáhaldsdrykkur? Eplasafi
Uppáhaldsvefsíða ? fotbolti.net og hk.is
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? nei
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Er ekki með neina sérstaka aðferð
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Breiðablik
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ekkert sem ég man eftir
Erfiðasti andstæðingur? Þorlákur Hilmarsson er ágætur
Besti samherjinn? Gunnleifur Gunnleifs er flottur fyrirliði og gott að hafa hann fyrir aftan sig
Sætasti sigurinn? HK 3 – 2 Blikar i urslitum faxaflóamótsins í 3 flokki.
Mestu vonbrigði? Dettur ekkert í hug
Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Steven Gerrard og Daniel Agger, Torres er að koma sterkur inn líka.
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Ætli það sé ekki Eiður
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Kolli Sigþórs
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Veit ekki
Fallegasta knattspyrnukonan? Ekki grænan
Grófasti leikmaður deildarinnar? Veit ekki
Besti íþróttafréttamaðurinn? Maggi Fótbolti.net klárlega
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Veit ekki
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Hörður Magnússon og Stefán Jóhann Eggertsson
Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki með mfl ennþá
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? nei
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 2006 móti selfoss
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Mjög góð síða
Kíkir þú oft á Fótbolti.net?
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Styttri hálfleik
Hvern vildir þú sjá á sviði? Justin timberlake og T.I.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Er ekki með neinn frægann
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? 3-4 snooze.
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Jordan var í miklu uppáhaldi einu sinni
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? nei
Hver er uppáhalds platan þín? Engin sérstök
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Tindastóll á móti einhverjum fyrir löngu.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Predator
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? dönsku
Athugasemdir