U19 ára landslið karla lagði Ísrael 1-0 í millirðili fyrir EM í Noregi í dag.
Gylfi Þór SIgurðsson leikmaður Reading skoraði mark íslenska liðsins á sjöundu mínútu en það gerði hann með skoti af stuttu færi eftir klafs í teignum.
Íslenska liðið er með sex stig eftir tvo leik í riðlinum en sömu sögu er að segja af Búlgaríu sem lagði Noreg 2-0 í dag.
Ísland og Búlgaría mætast í lokaumferð riðilsins á föstudag og sá leikur er úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni á EM í sumar.
Búlgaría er með betri markamun og nægir því jafntefli en íslenska liðið hefur staðið sig vel hingað til og gæti náð þeim frábæra árangri að komast í úrslitakeppnina með sigri á föstudag.
Byrjunarlið Íslands í dag: Ingvar Jónsson, Eggert Rafn Einarsson, Fannar Þór Arnarson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Kristinn Jónsson, Rafn Andri Haraldsson, Aron Einar Gunnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Björn Jónsson.
Athugasemdir