U21 árs landslið karla tapaði naumlega 1-0 fyrir Austurríkismönnum í kvöld í undankeppni EM.
Austurríkismenn voru að leika sinn síðasta leik í riðlinum en liðið fór taplaust í gegnum undankeppnina, vann sex leiki og gerði tvö jafntefli.
Ísland mætir Slóvakíu í lokaleik sínum á Víkingsvelli á þriðjudag. Ísland er sem stendur með 6 stig líkt og Kýpverjar en tvö stig eru í Belga og Slóvaka.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Þórður Ingason
Aðrir leikmenn: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Ari Freyr Skúlason, Heimir Einarsson, Hallgrímur Jónasson, Birkir Bjarnason, Eggert Gunnþór Jónsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Arnór Smárason og Kolbeinn Sigþórsson.
Athugasemdir