Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 18. ágúst 2010 14:09
Magnús Valur Böðvarsson
Umfjöllun: HK sigur í botnslagnum
17 ára með þrennu
Hólmbert Aron skoraði þrennu. Hann er hér í baráttu við Mehmet Mehmet
Hólmbert Aron skoraði þrennu. Hann er hér í baráttu við Mehmet Mehmet
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Ingvar Jónsson að verja frábærlega frá Jónasi Grana
Ingvar Jónsson að verja frábærlega frá Jónasi Grana
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Ásgrímur Albertsson og Hafsteinn Briem fagna öðru marki HK
Ásgrímur Albertsson og Hafsteinn Briem fagna öðru marki HK
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
HK 4 - 1 Njarðvík
1-0 Ásgrímur Albertsson (5')
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson (34')
3-0 Hólmbert Aron Friðjónsson (71' víti)
4-0 Hólmbert Aron Friðjónsson (88')
4-1 Ísak Örn Þórðarson

HK vann mikilvægan sigur í botnbarátttunni þegar þeir unnu Njarðvíkinga 4-1 í gær. Sigurinn var mjög sannfærandi og var sem Njarðvíkingar ættu aldrei möguleika í spræka HK menn.

HK menn komust yfir strax á 5 mínútu leiksins þegar Ásgrímur Albertsson fyrirliði þeirra HK manna skallaði inn hornspyrnu Leifs Andra Leifssonar. Óskabyrjun hjá heimamönnum sem héldu áfram að þjarma að marki Njarðvíkinga.

Á 25.mínutu voru HK menn hársbreidd frá því að bæta við marki þegar Leifur Andri Leifsson átti skot sem Ingvar Jónsson varði vel í marki Njarðvíkur, Jónas Grani náði boltanum og skaut en aftur lokaði Ingvar vel áður en Njarðvíkingar náðu að hreinsa.

HK menn bættu svo við marki á 34. mínútu þegar þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Hinn 17 ára gamli Hólmbert Aron Friðjónsson tók hana og skaut föstu skoti undir vegginn og beint í bláhornið framhjá Ingvari í markinu.

Njarðvíkingar voru aldrei líklegir til að skora í fyrri hálfleiknum og telur blaðamaður að Ögmundur Ólafsson hafi komið tvisvar sinnum við boltann í fyrri hálfleik. Óvenju rólegur dagur þar á ferð.

Njarðvíkingar gerðu tvær breytingar í hálfleik og reyndu að pressa HK menn en án þess að skapa sér nein töluverð færi. HK ingar náðu að koma sér betur inní leikinn á ný og skoruðu þriðja markið úr vítaspyrnu sem Hólmbert Aron fékk og skoraði hann sjálfur úr vítinu.

Hólmbert sem er 17 ára gamall fullkomnaði svo þrennuna á 88.mínútu þegar hann fékk sendingu frá varamanninum Samúeli Arnari Kjartanssyni og varð þar að leiðandi yngsti leikmaður í sögu félagsins til að skora þrennu í leik.

Njarðvíkingar náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma þegar Ísak Örn Þórðarsson skoraði úr vítaspyrnu. Sigur hjá HK var mjög sannfærandi og skildu þeir Njarðvíkinga eftri með 11.stig í vondum málum á meðan HK náði að koma sér í 19 stig í 9.sæti.
banner
banner
banner
banner